Ráðherra hafði ekki áhuga á málinu

Gert grein fyrir sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka …
Gert grein fyrir sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa og formælandi S-hópsins, og Peter Gatti, framkvæmdastjóri þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í Sam­vinnu­trygg­ing­um full­yrðir að þókn­un Sam­vinnu­trygg­inga vegna ráðgjafa franska bank­ans Société Général við kaup­in á Búnaðarbanka árið 2003 hafi verið greidd til fé­lags í eigu Ólafs Ólafs­son­ar í Lúx­em­borg.

Þetta kom fram í Frétta­blaðinu en Bene­dikt Sig­urðar­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í Sam­vinnu­trygg­ing­um, seg­ir að stjórn fé­lags­ins hafi ekki haft neitt fast í hendi varðandi aðkomu bank­ans; eina sem hafi legið fyr­ir voru óund­ir­rituð og ódag­sett drög að bréfi.

„Það kem­ur fram í skýrslu nefnd­ar­inn­ar að um hafi verið að ræða 300 millj­ón­ir um það bil,“ seg­ir Bene­dikt í sam­tali við mbl.is og á þá við þókn­un Ólafs Ólafs­son­ar þegar ríkið seldi hlut í Búnaðarbank­an­um fyr­ir 14 árum.

Bene­dikt seg­ir að ann­ar stjórn­ar­maður hafi staðfest greiðslur til fé­lags­ins í Lúx­em­borg. Bene­dikt hafi upp­haf­lega leitað upp­lýs­inga hjá fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­vinnu­trygg­inga. „Síðan kom fram skýr­ing í árs­reikn­ingi á aðal­fundi Sam­vinnu­trygg­inga árið 2003,“ seg­ir Bene­dikt.

Hann hafi spurt hvers vegna franski bank­inn hafi ekki fengið greiðslu og fengið þau svör að Ólaf­ur Ólafs­son hafi verið milli­göngumaður.

Aðspurður hvers vegna málið hafi ekki verið stærra á sín­um tíma, fyrst ákveðnir aðilar hafi haft vitn­eskju um þetta, bend­ir Bene­dikt á áhuga­leysi stjórn­valda. „Ráðherra á þeim tíma og næsti ráðherra á eft­ir hafði ekki neinn áhuga á því að kanna þetta mál nán­ar. Alþingi hafði lengi vel tak­markaðan áhuga á því að kanna málið,“ en fram­sókn­ar­kon­an Val­gerður Sverr­is­dótt­ir var iðnaðar- og viðskiptaráðherra við sölu Búnaðarbank­ans. 

„Einu gögn­in sem lágu fyr­ir, eða virðast hafa legið fyr­ir hjá stjórn Sam­vinnu­trygg­inga þgar þau voru að taka ákvörðun, var óund­ir­ritað og ódag­sett drög að bréfi,“ seg­ir Bene­dikt. Í skýrslu Laga­stofn­unn­ar Há­skóla Íslands um starfs­semi Sam­vinnu­trygg­inga kem­ur þetta fram; „Lögð voru fram drög að bréfi frá Societé Gener­ale til Kers hf. ódag­sett og óund­ir­ritað.“

Mar­geir Daní­els­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­vinnu­líf­eyr­is­sjóðsins, sem tók þátt í kaup­um S-hóps­ins á Búnaðarbank­an­um árið 2003, kann­ast ekki við að þókn­un hefði farið inn á reikn­ing Ólafs.

Varð ekki var við nokk­urn skapaðan hlut

„Ég kann­ast ekki við það að það hefði farið inn á reikn­ing Ólafs Ólafs­son­ar. Ég man ekki ná­kvæm­lega þessa hluti, öll þessi ár aft­ur í tím­ann. Þetta var aldrei neitt stór­mál hjá okk­ur, þó okk­ur fynd­ist upp­hæðin há,“ seg­ir Mar­geir.

Aðspurður seg­ir Mar­geir að skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar hafi komið sér á óvart. „Þetta kom mér á óvart vegna þess að ég var staðfast­ur í því að bank­inn hefði komið heiðarlega inn í þetta. Ég talaði við Þjóðverj­ana og þeir sögðu alltaf að þeir yrðu ekki hlut­haf­ar lengi. Ég varð ekki var við nokk­urn skapaðan hlut.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK