Ríkið greiðir 100 milljarða skuld

Greitt var fyrir bréfið með erlendum innistæðum SÍ.
Greitt var fyrir bréfið með erlendum innistæðum SÍ. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ríkissjóður hefur keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala í skuldabréfaflokknum „ICELAND 5.875%“ sem eru á gjalddaga árið 2022 á verðinu 115,349.

Jafngildir þetta því að ríkissjóður hafi greitt niður rúmlega 100 milljarða króna erlenda skuld. Fimm árum fyrir gjalddaga.

Þann 29. mars bauðst ríkissjóður til að kaupa alla útistandandi fjárhæð eigin skuldabréfa sem gefin voru út árið 2012 og voru á gjalddaga í maí 2022. Stóð útboðið til 4. apríl og var heildarnafnverð útgáfunnar um 1.000 milljónir Bandaríkjadala.

Uppkaupin eru liður í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs. Við aðgerðina minnkar gjaldeyrisforði Seðlabankans um samsvarandi fjárhæð, en ríkissjóður greiddi fyrir bréfin með erlendum innstæðum í SÍ.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans var rúmlega 800 milljarðar króna og er því verið að greiða áttunda hluti heildarforðans út með þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK