Skuldir ríkissjóðs lækka um 4% af VLF

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. mbl.is/Rax

„Ég er him­in­lif­andi yfir þessu og mér heyr­ist all­ir vera það, sem ég hef rætt við,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­málaráðherra, í sam­tali við mbl.is. Til­efnið er kaup rík­is­sjóðs á skulda­bréf­um sem gef­in voru út árið 2012.

„Þetta er skulda­bréfa­út­gáfa frá ár­inu 2012, með 5,875% vöxt­um í banda­ríkja­döl­um. Þetta eru mjög háir vext­ir á þess­um bréf­um og þau eru svona með einna hæstu vext­ina af skulda­bréf­um rík­is­sjóðs,“ seg­ir Bene­dikt.

„Við höf­um verið að borga niður skuld­ir eins og við höf­um getað. Þarna sett­um við út til­boð á miðviku­dag­inn var og 88% eig­enda bréf­anna ákváðu að taka því. Þetta eru um það bil hundrað millj­arðar króna, sem þýðir að við spör­um á milli 5,5 og sex millj­arða króna í vaxta­greiðslur sem hefði ann­ars þurft að inna af hendi fram til árs­ins 2022.“

Rak­in viðskipti

Skuld­in var borguð niður með fjár­magni sem rík­is­sjóður átti á 0,5% vöxt­um hjá Seðlabank­an­um.

„Þetta voru því rak­in viðskipti og mjög ánægju­leg­ar frétt­ir fyr­ir alla,“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við að með þessu lækki skuld­ir rík­is­sjóðs um um það bil 4% af vergri lands­fram­leiðslu.

„Nettóskuld­irn­ar minnka ekki því við átt­um pen­inga fyr­ir þessu. En við erum að græða mis­mun­inn á vöxt­un­um. Með þessu verður auðveld­ara fyr­ir okk­ur að ná þeim mark­miðum sem við höf­um sett okk­ur í rík­is­rekstr­in­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK