Þrjú íslensk fyrirtæki vaxa hraðast

AFP

Þrjú ís­lensk fyr­ir­tæki eru á lista Fin­ancial Times yfir þau eitt þúsund fyr­ir­tæki sem vaxa hraðast í Evr­ópu. Air­Ser­ver er í 262. sæti, Nox Medical er í 468. sæti og Azazo er í 946. sæti.

Air­Ser­ver for­ritið ger­ir not­end­um kleift að streyma tónlist, mynd­bönd­um eða öðru efni úr Apple eða PC-tölv­um í þráðlaus tæki sem nota iOS-stýri­kerfi Apple.

Hug­búnaðarfyr­ir­tækið Azazo sér­hæf­ir sig í stjórn­un og varðveislu upp­lýs­inga og gagna. Fyr­ir­tækið hef­ur þróað upp­lýs­inga- og verk­efna­stjórn­un­ar­kerfið AZAZO Cor­eData sem er notað af mörg­um af stærstu fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um á Íslandi. Azazo býður einnig upp á sjálf­stæðar lausn­ir eins og AZAZO Sign, ra­f­ræn­ar und­ir­skrift­ir og AZAZO Bo­ar­dMeet­ings, sér­staka vef­gátt fyr­ir starf­semi stjórna fyr­ir­tækja.

Þá hef­ur Nox Medical þróað svefn­rann­sókn­ar­búnað.

Á lista Fin­ancial Times seg­ir að tekju­vöxt­ur Air­sever á ár­un­um 2012 til 2015 hafi verið 471%, vöxt­ur­inn hjá Nox Medical var 232% og hjá Azazo nam vöxt­ur­inn 70%.

Þýska fyr­ir­tækið HelloF­resh sem helst má líkja við ís­lenska fyr­ir­tækið Eld­um rétt sit­ur í efsta sæti list­ans en vöxt­ur­inn hjá því á ár­un­um 2012 til 2015 nam 13.159%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK