Þrjú íslensk fyrirtæki vaxa hraðast

AFP

Þrjú íslensk fyrirtæki eru á lista Financial Times yfir þau eitt þúsund fyrirtæki sem vaxa hraðast í Evrópu. AirServer er í 262. sæti, Nox Medical er í 468. sæti og Azazo er í 946. sæti.

AirServer forritið gerir notendum kleift að streyma tónlist, myndböndum eða öðru efni úr Apple eða PC-tölvum í þráðlaus tæki sem nota iOS-stýrikerfi Apple.

Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo sérhæfir sig í stjórnun og varðveislu upplýsinga og gagna. Fyrirtækið hefur þróað upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfið AZAZO CoreData sem er notað af mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Azazo býður einnig upp á sjálfstæðar lausnir eins og AZAZO Sign, rafrænar undirskriftir og AZAZO BoardMeetings, sérstaka vefgátt fyrir starfsemi stjórna fyrirtækja.

Þá hefur Nox Medical þróað svefnrannsóknarbúnað.

Á lista Financial Times segir að tekjuvöxtur Airsever á árunum 2012 til 2015 hafi verið 471%, vöxturinn hjá Nox Medical var 232% og hjá Azazo nam vöxturinn 70%.

Þýska fyrirtækið HelloFresh sem helst má líkja við íslenska fyrirtækið Eldum rétt situr í efsta sæti listans en vöxturinn hjá því á árunum 2012 til 2015 nam 13.159%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK