Upplifi ekki landið sem Disney-garð

Loria segir mikilvægt að Íslendingar marki sér stefnu í ferðaþjónustu …
Loria segir mikilvægt að Íslendingar marki sér stefnu í ferðaþjónustu og líti einnig til félagslegra framfara. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslend­ing­ar ættu að efla lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu. Bæði hef­ur það góð áhrif á nærum­hverfið og bæt­ir upp­lif­un ferðamanna sem sækj­ast eft­ir því sem er ekta. Þetta seg­ir Kosta Rík­abú­inn Roberto Arta­via Loria sem hef­ur tekið út ferðaþjón­ustu lands­ins með mæli­tækj­um vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara en verk­efnið var verðlaunað af Ferðamála­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna í janú­ar á þessu ári. Loria verður með fyr­ir­lest­ur um efnið á What Works ráðstefn­unni í Hörpu 24. apríl.

Kosta Ríka og Ísland virðast kannski eiga frem­ur lítið sam­eig­in­legt við fyrstu sýn en líkt og hér á landi hef­ur ferðaþjón­ust­an þar farið í gegn­um æv­in­týra­legt vaxta­skeið. Ferðamönn­um í Kosta Ríka fjölgaði að meðaltali um 14% á ári frá 1986 til 1994. Árið 1988 komu 329 þúsund ferðmanna til land­ins og var sú tala kom­in í tæp­lega 2,7 millj­ón­ir árið 2015. Er ferðaþjón­ust­an und­ir­stöðuat­vinnu­grein þjóðar­inn­ar og hef­ur eng­in grein aflað meira af er­lend­um gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið frá ár­inu 1995.

Á sama tíma tókst þó Kosta Ríka að verða fyr­ir­mynda­land í sjálf­bærri ferðamennsku en um helm­ing­ur þeirra sem heim­sækja landið taka þátt í ein­hvers kon­ar um­hverf­is­ferðamennsku (e. ecotourism).

Vísi­tala fé­lags­legra fram­fara eða „Social Progress Index“ má rekja til grein­ar­inn­ar „Mis­mea­sur­ing Our Li­ves: Why GDP Doesn't Add Up“ frá ár­inu 2010 eft­ir hag­fræðing­ana Joseph Stig­litz, Amartya Sen og Jean-Paul Fitoussi en þeir tveir fyrr­nefndu hafa m.a. hlotið nó­bels­verðlaun fyr­ir störf sín á sviði hag­fræði. Í grunn­inn seg­ir grein­in að mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um það sem raun­veru­lega á sér stað í sam­fé­lag­inu fari fram hjá þeim sem ein­ung­is horf­ir á hefðbundn­ar hag­stæðir. Ný mæli­tæki séu nauðsyn­leg til þess að þjóðir geti tekið betri og upp­lýst­ari ákv­arðanir.

Roberto Artavia Loria.
Roberto Arta­via Loria.

Mæl­ir grunnþarrf­ir, vel­ferð og tæki­færi

Hóp­ur fræðimanna und­ir merkj­um Social Progress Im­perati­ve svaraði kall­inu og setti vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara sam­an. Vísi­tal­an er nú reiknuð út ár­lega fyr­ir 133 lönd í hinum ýmsu heims­álf­um og 272 svæðum inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Hún mæl­ir hversu vel tek­ist hef­ur til við að tryggja íbú­um aðgengi að grunnþörf­um, al­menna vel­ferð og tæki­færi til betra lífs. Meðal þátta sem tekn­ir eru inn í vísi­töl­una eru aðgengi að heilsu­gæslu, mennt­un og hag­kvæmu hús­næði sem og staða jafn­rétt­is­mála og trúfrels­is. 

Líkt og áður seg­ir hef­ur Loria tekið út ferðaþjón­ust­una í Kosta Ríka með þessa vísi­tölu að leiðarljósi og tel­ur hann að Íslend­ing­ar mættu einnig horfa til þess. Í sam­tali við mbl bend­ir Loria á að stór hluti Kosta Ríka sé verndað landsvæði. Mik­il áhersla er lögð á um­hverf­is­vernd og stefn­ir landið á að verða kol­efn­is­laust árið 2021. Kosta Ríka er í öðru sæti á eft­ir Nýja Sjálandi í um­fangi sjálf­bærr­ar ferðamennsku og ferðamenn dvelja að meðaltali næst­lengst í Kosta Ríka á eft­ir Nýja Sjálandi.

„Við áttuðum okk­ur á nauðsyn þess að kafa dýpra þegar við vor­um að setja sam­an næstu kyn­slóð stefnu­mót­un­ar í ferðaþjón­ustu. Við þyrft­um að stuðla að sjálf­bærni og fé­lags­legri þróun á sama tíma. Þess vegna verð vísi­tala fé­lags­legr­ar fram­fara mjög mik­il­væg­ur þátt­ur ferðaþjón­ust­unn­ar,“ seg­ir Loria.

Kosta Ríka er í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærri ferðamennsku.
Kosta Ríka er í far­ar­broddi þegar kem­ur að sjálf­bærri ferðamennsku.

Tryggja flæði og tengsl á milli greina

„Í allri okk­ar áætlana­gerð í dag horf­um við ekki ein­ung­is til þess hvernig sé hægt að lokka fleiri ferðamenn til lands­ins og hversu mikla at­vinnu það muni skapa held­ur einnig hvernig tengsl­in verða á milli mis­mun­andi greina. Þá skoðun við hvernig þjálf­un við þurf­um að veita fólki í þess­um grein­um til þess að það geti gripið tæki­fær­in og þannig er stuðlað að fé­lags­leg­um fram­förum í leiðinni,“ seg­ir hann. „Á sama tíma og þetta er gert end­ur­skoðar rík­is­stjórn­in sína stefnu í hús­næðis-, mennta- og heil­brigðismál­um. Allt til þess að tryggja flæði og tengsl þarna á milli,“ seg­ir hann.

Loria seg­ir að dæm­inu verði hvað best lýst með líf­fræðingi sem starfar einnig sem leiðsögumaður. Hann get­ur þannig leiðbeint ferðamönn­um um frum­skóg­ana í Kosta Ríka og sinnt sínu starfi í leiðinni. Með þess­um hætti vafra ferðamenn ekki um eft­ir­lits­laus­ir held­ur skoða þeir staðinn með heima­manni og kom­ast í sam­skipti við hann. Þessi sam­skipti seg­ir Loria ein­mitt vera þau mik­il­væg­ustu fyr­ir ferðamenn.

Mikilvægt er að stórar hótelkeðjur myndi tengsl við nærsamfélagið og …
Mik­il­vægt er að stór­ar hót­elkeðjur myndi tengsl við nærsam­fé­lagið og minni fyr­ir­tæki að mati Loria. AF vef Marriott

Fá stór­ar keðjur í sam­starf við heima­menn

Kosta Ríka er með 34 skil­greinda ferðaþjón­ustuklasa víðs veg­ar um landið; sum­ir við strand­lengj­ur og aðrir í fjöll­um. Vísi­töl­unni er beitt sér­stak­lega á hverju svæði fyr­ir sig og skoðað er hvernig ferðaþjón­ust­an skil­ar sér í fram­förum á svæðinu. Loria seg­ir gríðarlega mik­il­vægt að gæta þess að lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki þríf­ist á þess­um svæðum. „Ferðamann­in­um finnst þá ekki eins og hann sé í Disney World þar sem allt er búið til. Þetta er ekta á all­an hátt. Þarna býr fólk og þessi sam­skipti við heima­menn eru raun­veru­leg. Við sáum frek­ar fljótt að svæðin upp til fjalla voru að fá bestu ein­kunn­ina í okk­ar mæl­ing­um. Þetta var vegna lít­illa fyr­ir­tækja sem voru þar,“ seg­ir Loria.

„Þegar þú ferð aft­ur á móti niður við strönd­ina erum við með stór­ar keðjur á borð við Marriott, Four Sea­sons og fleiri, sem eru auðvitað líka mik­il­væg, en þá urðu sam­skipt­in við heima­menn miklu minni,“ seg­ir hann.

„Þess vegna erum við núna að breyta stefnu okk­ar og hvetja þess­ar stóru keðjur til að opna á sam­bönd við heima­menn og auka þannig ánægju og bæta reynslu ferðamanna. Á sama tíma bæt­um við áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar á nærsam­fé­lagið,“ seg­ir Loria.

mbl.is/​Styrm­ir Kári

Bætt þjón­ustu­stig og meiri at­vinna

Hann seg­ir þetta vera eitt­hvað sem Íslend­ing­ar ættu að huga að. „Þegar fyr­ir­tæk­in sem eru að eiga sam­skipti við ferðamenn verða fjöl­breytt­ari og fleiri ger­ist þrennt. Í fyrsta lagi skap­ar þetta at­vinnu og í öðru lagi bæt­ir þetta þjón­ustu­stig þar sem ferðamenn eru oft með háar vænt­ing­ar sem fyr­ir­tæki þurfa að mæta. Í þriðja lagi skap­ar þetta góðar teng­ing­ar út í sam­fé­lagið,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hver ein­asti ferðamaður verði verðmæt­ari með þess­um hætti. 

Loria tel­ur að Íslend­ing­ar gætu að aðlagað vísi­töl­una að eig­in hag­kerfi og horft þannig til fram­an­greindra fé­lags­legra þátta við mat á áhrif­um ferðaþjón­ust­unn­ar jafnt sem hag­stærðanna sem túr­ism­an­um fylgja. „Þannig er hægt að skapa nyt­sam­lega áætl­un fyr­ir sjálf­bær­an vöxt. Þegar hag­vöxt­ur eykst get­ur það þýtt að það er bara gott ár­ferði í einni grein en hef­ur ekki endi­lega áhrif á aðra. Með þessu er hægt að tryggja áætl­un um að landið vaxi áfram.“

Gjald­taka og fjölda­tak­mark­an­ir

Hann bend­ir á að ferðaþjón­ust­an sé þegar orðin mik­il­væg at­vinnu­grein á Íslandi og tel­ur að vægi henn­ar eigi ein­ung­is eft­ir að aukast. „Ég held að það séu mik­il tæki­færi til fram­fara en þið þurfið að kunna að stíga á brems­una og huga að því hversu marga ferðamenn þið viljið fá. Þið viljið kannski ekki fá 20 millj­ón­ir en þið viljið 1 millj­ón. Þess vegna þarf að trygga að hver og einn ferðamaður skili sem mestu og sé verðmæt­ur. Bæði að hann dvelji leng­ur og skili meiru til hag­kerf­is­ins. Það þarf að tryggja að þetta sé gert í gegn­um lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki.“

Til þess að tryggja viðhald og sjálf­bærni við nátt­úruperl­ur í Kosta Ríka seg­ir Loria einnig að tekið sé gjald sem er mis­hátt fyr­ir heima­menn og ferðamenn. Er al­gengt að það kosti 4 Banda­ríkja­dali fyr­ir heima­menn að skoða þjóðgarða en 25 Banda­ríkja­dali fyr­ir ferðamenn. Auk þess séu einnig fjölda­tak­mark­an­ir á sér­stak­lega viðkvæm­um svæðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK