Vill að „Óttalausa stúlkan“ verði færð

Stúlkan stendur fyrir framan Wall street nautið.
Stúlkan stendur fyrir framan Wall street nautið. Af heimasíðu SSGA

Listamaðurinn sem hannaði nautið fræga á Wall Street vill „Óttalausu stúlkuna“ eða „Fearless girl“ sem komið var fyrir fyrir framan nautið í síðasta mánuði í burtu.

„Fearless girl“ er úr bronsi og sýn­ir litla stúlku, með hend­ur á mjöðmum, sem horf­ir á nautið. Hún var sett upp að frum­kvæði eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins State Street Global Advisors sem ákall eft­ir því að fleiri kon­ur fái stöður inn­an stjórna fyr­ir­tækja en í dag er alþjóðleg­ur bar­áttu­dag­ur kvenna.

New York borg hefur veitt leyfi fyrir því að styttan fái að standa að minnsta kosti út febrúar á næsta ári. Norman Siegel, lögmaður listamannsins Arturo Di Modica sem á heiðurinn að nautinu er ekki á sama máli. Modica segir stúlkuna brjóta gegn höfundarrétti og vörumerkjarétti nautsins.

„Við erum ekki að segja það að það ætti að fjarlægja styttuna úr borginni. Það þarf bara að setja hana á annan stað,“ hefur CNN eftir Siegel sem segist þó styðja jafnrétti kynjanna.

Di Modica mun halda blaðamannafund vegna málsins í dag. Rétt eins og óttalausu stúlkunni var nautinu komið fyrir fyrir utan Wall Street í skjóli nætur en það var í desember 1989. Lögreglan færði styttuna því hún hafði ekki leyfi en vegna stuðnings almennings veiti borgin styttunni leyfi og stað skammt frá.

Di Modica fékk hugmyndina að nautinu þegar að hrunið á Wall Street varð árið 1987. Hann seldi bóndabæ fjölskyldu sinnar á Sikiley til að greiða fyrir efnið í styttuna.

Umfjöllun CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK