Sakar Seðlabankann um rangfærslur

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja. Ljósmynd/Samherji

Seðlabankinn hefur frá árinu 2012 stundað það að leggja rangfærðar upplýsingar fyrir dómstóla í því skyni að hafa áhrif á niðurstöðu dómsmála. Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Vísar hann til fyrra bréfs síns, dagsettu 16. mars, þar sem hann segist hafa vakið athygli bankaráðsins á að lögmaður Seðlabankans hefði gegn betri vitund lagt fram í nafni Seðlabankans rangfært sönnunargagn í því skyni að hafa áhrif á úrslit dómsmáls.

„Þrátt fyrir að bankaráði hafi verið gert kunnugt um þetta athæfi fyrir málflutning, voru rangfærslurnar ekki leiðréttar fyrir dómi,“ skrifar Þorsteinn og bendir á að réttmæti ábendingar hans hafi verið staðfest af bankanum sjálfum, eftir að hann hafi birt skýrslu Lagastofnunar á heimasíðu sinni 10. apríl síðastliðinn.

Fram kemur í máli Þorsteins að útreikningarnir, sem Seðlabankinn byggði á við öflun húsleitarheimildar í húsakynnum Samherja árið 2012, hafi verið rangir og það verið staðfest af dómstólum.

Engin viðbrögð borist frá bankanum

Þá hafi bankinn afvegaleitt Hæstarétt Íslands sama ár svo hann myndi ekki dæma rannsókn bankans ólöglega.

„Fyrir rúmum þremur mánuðum sendi undirritaður bréf til bankaráðs þar sem Seðlabankanum var boðið að ræða um endanlegar lyktir þessa máls. Þrátt fyrir tilmæli bankaráðs um að bankastjóri myndi svara erindinu hafa engin viðbrögð borist.“

Segir að lokum að ótaldar séu rangfærslur bankans til sérstaks saksóknara.

„Ekki er hægt að líta á slíka ítrekaða hegðun sem óafvitandi mistök, hvorki varðandi húsleitarbeiðnina, rangfærslur til Hæstaréttar eða í dómi nú. Vegna þess mun Samherji hf. bregðast við með viðeigandi hætti.“

Bréf Þorsteins í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK