1 milljón óskráðar gistinætur í fyrra

mbl.is/Styrmir Kári

Seld­ar gist­inæt­ur í fyrra voru ríf­lega 8,8 millj­ón­ir, en þar eru meðtald­ar rúm­lega 1 millj­ón óskráðar gist­inæt­ur sem voru seld­ar í gegn­um Airbnb og sam­bæri­leg­ar vefsíður. Seld­um gistinótt­um hjá skráðum gististöðum fjölgaði um 20,1% milli ára og fór úr 6,47 millj­ón­um upp í 7,81 millj­ón­ir milli ára. Þetta kem­ur fram í töl­um frá Hag­stofu Íslands.

Gist­inæt­ur er­lendra ferðamanna voru 89% af heild­ar­fjölda gistinátta í fyrra, en flest­ar gist­inæt­urn­ar eru á hót­el­um og gisti­heim­il­um, eða 59% sam­tals. 11% gistinátta voru á tjaldsvæðum og 30% á öðrum teg­und­um gisti­staða. Und­ir þann lið flokk­ast meðal ann­ars íbúðag­ist­ing, far­fugla­heim­ili, or­lofs­hús og heimag­ist­ing (Airbnb meðtalið).

Mest fjölg­un á hót­el­um og gisti­heim­il­um

Mesta fjölg­un­in á sér stað á hót­el­um og gisti­heim­il­um, en í fyrra voru tæp­lega 5,2 millj­ón­ir gistinátta skráðar á slík­um stöðum og fjölgaði um 26% frá fyrra ári, þar af voru gist­inæt­ur á hót­el­um um 3,9 millj­ón­ir sem er 35% meira en árið 2015 og tæp­lega tvö­falt fleiri gist­inæt­ur en voru á hót­el­um árið 2013.

Grafík/​mbl.is

Fram­boð hót­el­her­bergja jókst mikið frá ár­inu 2015 til 2016 og sem dæmi fór fram­boðið úr 6.031 her­bergi í janú­ar 2015 upp í 7.478 her­bergi í sama mánuði árið 2016. Yfir sum­ar­tím­ann eru fleiri her­bergi í boði, en í júlí 2015 var fjöld­inn 7.372 og fór upp í 8.637 her­bergi í sama mánuði í fyrra. Mesta fram­boðið í fyrra var þó í sept­em­ber þegar það fór upp í 8.791 her­bergi, en mikið hef­ur verið byggt af nýj­um hót­el­um und­an­farið.

Nýt­ing­in hef­ur auk­ist mikið milli ára

Nýt­ing hót­el­her­bergja hef­ur einnig auk­ist mikið milli ára, en þó mest yfir vetr­ar­mánuðina þar sem áfram er verri nýt­ing en yfir sum­ar­tím­ann.

Mest var nýt­ing­in í júlí og ág­úst þegar hún var 91% í fyrra og hækkaði um 2-7 pró­sentu­stig. Flest­ir aðrir mánuðir eru með nýt­ingu á bil­inu 60-80%, en janú­ar er enn með slök­ustu nýt­ing­una eða 50%.

3.600 íbúðir á land­inu í leigu á Airbnb

Hag­stof­an tek­ur fram að fjöldi óskráðra gist­i­rýma og gistinátta á Airbnb og álíka vefsíðum sé áætluð, enda eng­in ná­kvæm tala til yfir fjölda þess­ara aðila. Áætl­ar Hag­stof­an að í fyrra hafi tæp­lega 3.600 her­bergi/​íbúðir verið reglu­lega til leigu í gegn­um slíka þjón­ustu, þar af 2.000 á höfuðborg­ar­svæðinu. Miðað við er­lend­ar grein­ing­ar á nýt­ingu slíkra íbúða þar sem flest­ar eign­ir eru í út­leigu í 1–3 mánuði (38%) á ári en fæst­ar (15%) í út­leigu 10–12 mánuði á ári, þá áætl­ar Hag­stof­an að fjöldi gistinátta í gegn­um þessa þjón­ustu hafi verið rúm­lega 1 millj­ón á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK