Kaupverð Lyfju lækkað um 50 milljónir

Kaupverð Haga á Lyfju hefur verið lækkað um fimmtíu milljónir króna samhliða því að fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar var aflétt. Hagar keyptu Lyfju af íslenska ríkinu fyrir 6,7 milljarða króna í nóvember en Samkeppniseftirlitið á þó enn eftir að samþykkja kaupin. Verðlækkunin er innan við eitt prósent.

Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar segir að vænta megi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í síðasta lagi í júlí.

Þar segir einnig að stjórn Haga hafi ákveðið að taka til skoðunar að selja Heilsu, dótturfélag Lyfju, gangi kaupin eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK