Segir breytingar á VSK ámælisverðar

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Mynd/SA

Ámæl­is­vert er að ekk­ert form­legt sam­ráð hafi átt sér stað við sam­tök eða fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu um áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um veru­lega hækk­un á VSK. Þetta seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, í leiðara nýs frétta­bréfs SA.

Hann seg­ir það ekki vera viðun­andi hve fyr­ir­tækj­um í ferðaþjón­ustu er ætlaður skamm­ur tími til að aðlaga sig þess­ari hækk­un. „Þá verður að meta áhrif­in skatta­breyt­ing­anna á rekst­ur fyr­ir­tækja eft­ir stærð þeirra og staðsetn­ingu. Það er ámæl­is­vert hversu illa fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á virðis­auka­skatt­s­kerf­inu eru und­ir­bún­ar,“ seg­ir Hall­dór.

Hann seg­ir stjórn­völd verða að hefja viðræður við fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu til að skapa sátt um skatta­leg­ar aðgerðir sem tryggja áfram­hald­andi styrk­ingu skatt­kerf­is­ins og ferðaþjón­ust­unn­ar sem eina af höfuðat­vinnu­grein­um þjóðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK