Áforma tvö hótel á Kársnesi

Hér má sjá áformaða brú yfir Fossvog og brýr yfir …
Hér má sjá áformaða brú yfir Fossvog og brýr yfir fyrirhugaðar bíllausar eyjar. Teikning/Spot on Kársnes

Tugmilljarða framkvæmdir eru að hefjast á Kársnesi í Kópavogi við uppbyggingu íbúða og atvinnuhúsnæðis. Áformað er að byggja brú yfir Fossvog sem mun tengja Kársnesið við Vatnsmýrina í Reykjavík.

Ferðaþjónustufyrirtæki sjá mikil tækifæri í uppbyggingu gistiaðstöðu á þessum tveimur svæðum. Deiliskipulagi fyrir tvær lóðir á Vesturvör á Kársnesi hefur verið breytt og hafa tvær lóðir undir starfsemi WOW Air verið stækkaðar. Heimilt verður að byggja 12 þúsund fermetra húsnæði á hvorri lóð og fer önnur undir höfuðstöðvar flugfélagsins en hin undir hótel.

Vestan við fyrirhugað hótel er annað hótel, svonefnt Spa hótel, í undirbúningi. Samkvæmt lauslegum drögum verða þar m.a. baðlaugar, að því er fram kemur í umfjöllun um byggingaráform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK