Pizza Hut opnar nýjan stað í Hafnarfirði í sumar

Helgi Vilhjálmsson í Góu.
Helgi Vilhjálmsson í Góu. mbl.is/Golli

Nýr Pizza Hut-veitingastaður verður opnaður um mitt sumar í verslunarkjarnanum Setbergi í Hafnarfirði, þar sem áður var söluturninn Snæland. Einnig hefur verið skrifað undir viljayfirlýsingu um nýjan Pizza Hut-stað í nýrri verslanamiðstöð sem Kaupfélag Suðurnesja hyggst reisa nærri Keflavíkurflugvelli.

Helgi Vilhjálmsson í Góu, eigandi Pizza Hut á Íslandi, segir í samtali við Morgunblaðið að allt sé á fleygiferð núna við undirbúning nýja staðarins, sem verður annar Pizza Hut-staðurinn á Íslandi, en fyrir er Pizza Hut-veitingastaður í Smáralind.

Góa keypti Pizza Hut á Íslandi árið 2015, en hafði áður komið að rekstri Pizza Hut í Litháen, þar sem félagið átti þrjá staði. „Við einbeitum okkur að Íslandi í þetta skipti,“ segir Helgi.

Hann segir að nýi staðurinn sé á besta horni bæjarins, eins og hann orðar það. „Fara ekki 30 þúsund bílar þarna framhjá á hverjum degi?“ segir Helgi og bætir við að sér skiljist að Hafnfirðingar bíði spenntir eftir nýja staðnum.

Aðspurður segir Helgi að bæði verði hægt að sækja pitsur og tylla sér niður og borða á staðnum. „Þetta er blandað kerfi, nýi tíminn og sá gamli.“

Helgi kveðst ætla að opna nokkra Pizza Hut-staði á næstu misserum. „Já, ef maður fær tíma til þess. Í dag tekur þetta allt svo mikinn tíma, mikið af lögum og reglum sem þarf að uppfylla. Það er straumur útlendinga til landsins og mikil tækifæri í því.“ tobj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK