Neyðarlög seinka framkvæmdum

Fyrsta 500 MW virkj­un­in verður reist á há­hita­svæði Cor­betti öskj­unn­ar …
Fyrsta 500 MW virkj­un­in verður reist á há­hita­svæði Cor­betti öskj­unn­ar í Suður-Eþíóp­íu. Íslensk­ir og eþíópísk­ir jarðvís­inda­menn sem hafa rann­sakað svæðið ít­ar­lega telja Cor­betti vera eitt besta jarðhita­svæði heims til fram­leiðslu raf­orku.

Nokkrar tafir hafa orðið á verkefnum Reykjavik Geothermal í Eþíópíu vegna seinkana á frágangi samninga við stjórnvöld þar í landi. Um er að ræða eina stærstu virkjanaframkvæmd sem íslenskt fyrirtæki hefur aðkomu að.

Jarðvarmafyrirtækið Reykjavík Geothermal ætlar að byggja upp og reka allt að þúsund megawatta jarðvarmaorkuver og nemur fjárfestingin fjórum milljörðum dollara eða um 425 milljörðum íslenskra króna. Fyrsti samningur um verkefnið var undirritaður árið 2014 og gerðu upprunalegar áætlanir ráð fyrir að hluti jarðorkuversins yrði kominn í fullan rekstur á næsta ári.

Að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, stjórnarmanns hjá RG, eru þetta stærstu verkefnafjármögnuðu verkefnin sem ráðist hefur verið í þar í landi og veldur það nokkrum töfum. Þá hafa verið nokkrar róstur í Eþíópíu sem urðu til þess að neyðarlög voru sett, en þau hafa verið í gildi síðastliðna 10 mánuði.

Hefur það aftur seinkað endanlegum frágangi fjárfestingarsamninga við ríkisstjórnina þó að raforkusölusamningar hafi verið undirritaðir fyrir meira en ári. Í fjárfestingasamningum er samið um atriði eins og tryggingar fyrir greiðslum, örugga gjaldeyrisyfirfærslur, skattamál og fleira og því ekki hægt að hefja framkvæmdir að fullu fyrr en þeir samningar liggja fyrir. 

Dr. El­ham Ma­hmoud Ah­med Ibra­him, fram­kvæmda­stjóri innviða- og orku­mála hjá …
Dr. El­ham Ma­hmoud Ah­med Ibra­him, fram­kvæmda­stjóri innviða- og orku­mála hjá Afr­ík­u­sam­band­inu, og Þor­leif­ur Finns­son, yf­ir­maður verk­efnaþró­un­ar hjá Reykja­vik Geot­hermal, und­ir­rituðu samn­ing um 1000 mega­vatta jarðhita­verk­efni í Eþíóp­íu árið 2014.

Boranir gætu hafist í lok ársins

Þrátt fyrir það hafa framkvæmdir við vegi og borplön verið í gagni undanfarin tvö ár, búið er að framkvæma vísindarannsóknir, umhverfismat og fleira á bæði Corbetti-svæðinu, sem og Tulu Moye-svæðinu, en það eru svæðin sem RG hefur helst einbeitt sér að.

Gunnar væntir þess að það greiðist úr málum í Eþíópíu á allra næstu mánuðum. Hann segir menn hafa komið sér saman um öll ágreiningsatriði, verið sé að aflétta neyðarlögunum og búið sé  að semja við fjármögnunaraðila á báðum verkefnunum. Reiknað er með að boranir hefjist í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.

„Alltaf má reikna með því þegar unnið er að verkefnum í Afríku að seinkanir verði en samstarf okkar við eþíópísk yfirvöld hafa verið með ágætum og RG er fullt bjartsýni um áframhald verkefnanna,“ segir Gunnar.

Eitt helsta háhitasvæði heims

Eins og áður segir er um að ræða 1.000 MW jarðvarma­orku­ver í tveim­ur 500 MW áföng­um. Fyrsta 500 MW virkj­un­in verður reist á há­hita­svæði Cor­betti-öskj­unn­ar í Suður-Eþíóp­íu. Corbetti er virk eld­stöð með öskju­mynd­un svipaða og víða á Íslandi. Íslensk­ir og eþíópísk­ir jarðvís­inda­menn sem hafa rann­sakað svæðið ít­ar­lega telja Cor­betti vera eitt besta jarðhita­svæði heims til fram­leiðslu raf­orku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK