100 starfsmanna niðurskurður

Rannveig Rist, formaður Samáls og forstjóri Rio Tinto á Íslandi.
Rannveig Rist, formaður Samáls og forstjóri Rio Tinto á Íslandi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Starfs­mönn­um Rio Tinto í Straums­vík hef­ur fækkað um 100 á fá­ein­um árum, í 380, eða um það bil um 20%. Á und­an­förn­um árum hef­ur ál­verð þótt lágt, gengi krónu hef­ur styrkst og fyr­ir­tækið þarf að greiða hærra raf­orku­verð en áður til Lands­virkj­un­ar. Á sama tíma hafa Kín­verj­ar aukið mjög álfram­leiðslu sína.

Rann­veig Rist, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir að hagræða hafi þurft í rekstri í Straums­vík. „Það er nauðsyn­legt til að mæta breyttu lands­lagi í rekstr­in­um,“ seg­ir hún. „Við höf­um lagt okk­ur fram við að spara í rekstr­in­um til að geta keppt á markaðnum. Góðu tíðind­in eru þau að á sama tíma hef­ur at­vinnu­lífið verið í mikl­um blóma og því hafa þess­ir starfs­menn getað fundið störf ann­ars staðar nokkuð hratt,“ seg­ir Rann­veig.

Aðspurð hvort verið sé að fjár­festa nægi­lega í rekstr­in­um á sama tíma og verið sé að hagræða um­tals­vert, seg­ir hún svo vera, þar sem auk­in sjálf­virkni­væðing skipti sköp­um til að viðhalda sam­keppn­is­hæfni til lengri tíma litið, einkum og sér í lagi á svæðum þar sem laun eru hærri og gerðar eru ríku­leg­ar kröf­ur um um­hverf­i­s­væna fram­leiðslu.

„Ál líkt og aðrar hrávör­ur hef­ur átt á bratt­ann að sækja frá fjár­mála­hrun­inu og má rekja það til erfiðleika í efna­hags­lífi Vest­ur­landa. Á sama tíma hafa Kín­verj­ar aukið mjög sína álfram­leiðslu og því hef­ur fram­boð auk­ist hratt,“ seg­ir Rann­veig.

Ítar­legt viðtal við Rann­veigu má lesa í Viðskiptamogg­an­um í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK