Kaupum eigenda Pressunnar á öllu hlutafé í útgáfufélaginu Birtíngi hefur verið rift. Skrifað var undir samkomulag um það fyrir viku.
Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv.
Birtíngur gefur meðal annars út tímaritinu Vikuna og Nýtt líf. Pressan rekur m.a. DV, vefsíðurnar Eyjan.is, DV.is, Pressan.is og sjónvarpsstöðina ÍNN.
Í tilkynningu sem var send starfsmönnum í dag kemur fram að kaupin gangi ekki eftir vegna fyrirsjáanlegra vanefnda á greiðslu kaupverðs vegna mjög slæmrar fjárhagsstöðu Pressunnar.