Costco mun selja áfengi

Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi.
Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi. mbl.is/Hanna

Costco verslunin sem verður opnuð í Garðabæ á þriðjudag er nokkuð stærri en hin hefðbundna Costco-verslun og hún verður amerískari í útliti og vöruúrvali en gengur og gerist hjá Costco í Evrópu. „Okkur skilst að Íslendingar séu svolítið hrifnir af því sem amerískt er og við viljum gjarnan koma til móts við það,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri verslunarinnar hér á landi.

Í versluninni verður einnig að finna heildsöluverslun með áfengi og haft er eftir Bretts í Morgunblaðinu í dag að nýlega hafi verið gengið frá leyfi til slíkrar sölu. Áfengið verður ekki selt einstaklingum, heldur þeim sem eru með fyrirtækjaaðildarkort í versluninni og hafa leyfi til að selja áfengi í smásölu, eins og t.d. veitingastaðir eða barir.

Fleira verður þá sérstakt við íslensku verslunina. Hún verður til dæmis eina Costco-verslunin í Evrópu þar sem sushi verður útbúið og til að undirbúa opnunina og þjálfa starfsfólk er hér nú staddur sushi-gerðarmaður frá verslun Costco í Japan.

Þá verður verslunin hér sú eina í Evrópu sem selur lyf, en apótek er í versluninni. Meðal annarrar þjónustu sem boðið verður upp á í versluninni eru sjónmælingar sjóntækjafræðings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK