Jákvætt að þurfa ekki að standa í þessu

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Auðvitað er mjög jákvætt að við þurfum ekki að standa í þessu,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við mbl.is. Seðlabanki Íslands ætl­ar að hætta reglu­leg­um gjald­eyri­s­kaup­um frá og með næstu viku.

„Það hefur gerst út af þessum reglulegu kaupum að við höfum verið að kaupa gjaldeyri á dögum þar sem krónan hefur verið að veikjast. Sumir hafa misskilið það og núna er það út úr myndinni. Það getur vel verið að þetta komi aftur síðar þegar jafnvægið á gjaldeyrismarkaði verður annað og forðinn ekki jafn stór og núna,“ segir Már.

Í tilkynningu frá bankanum segir að reglu­bund­in kaup und­an­far­in miss­eri hafi numið 6 millj­ón­um evra á viku. Á síðasta ári námu kaup­in 312 millj­ón­um evra, jafn­v­irði 41,7 millj­arða króna, sem sam­svaraði um 11% af hrein­um gjald­eyri­s­kaup­um bank­ans á ár­inu.

Már segir að þetta hafi upphaflega verið sett á árið 2002 til að keyptur væri nægur gjaldeyrir til að standa undir vaxtagreiðslum ríkissjóðs erlendis. „Gjaldeyrisforðinn er orðinn svo stór að við teljum enga þörf á þessu í bili.“

Seðlabank­inn mun áfram beita inn­grip­um á gjald­eyr­is­markaði í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar pen­inga­stefnu­nefnd­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka