Costco selur lítrann af bensíni á 169,9 krónur

Lítrinn af bensíni kostar 169,9 krónur.
Lítrinn af bensíni kostar 169,9 krónur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Costco hef­ur hafið sölu á bens­íni fyr­ir utan versl­un sína í Kaup­túni sem verður opnuð á þriðju­dag­inn. Þar kost­ar lítr­inn 169,9 krón­ur, sem er tölu­vert lægra verð en hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um. Sam­kvæmt síðunni bens­in­verd.is er lítr­inn hjá ís­lensku olíu­fé­lög­un­um af bens­íni ódýr­ast­ur hjá sér­stök­um X-stöðvum Ork­unn­ar eða í 185,7 krón­um, sem er 15,8 krón­um hærra en hjá Costco. Hjá öðrum stöðum Ork­unn­ar kost­ar lítr­inn 197,8, 197,9 hjá Atlantsol­íu og ÓB, 199,4 hjá Skelj­ungi og 199,9 hjá N1 og Olís.

Vís­ir sagði fyrst frá að bens­ín­stöð Costco hefði verið opnuð.

Ánægju­legt að fá al­vöru sam­keppni inn á markaðinn

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB), fagn­ar þess­um frétt­um. „Það er mjög ánægju­legt að sjá að við séum að fá al­vöru sam­keppni inn á þenn­an markað,“ seg­ir Run­ólf­ur í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að á Íslandi hafi fengið að ríkja klass­ísk­ur fákeppn­ismarkaður í mörg ár. „Verðið hjá Costco styður það sem við höf­um verið að benda á og sam­keppn­is­yf­ir­völd staðfest með mjög ít­ar­leg­um sam­an­tekt­um á þess­ari markaði, að ís­lensk­ir neyt­end­ur hafa þurft að lifa við 20-30 krón­um hærri álagn­ingu á eldsneyti en í ná­granna­lönd­um.“

Runólfur Ólafsson, formaður FÍB.
Run­ólf­ur Ólafs­son, formaður FÍB. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Býst við mótaðgerðum frá ís­lensku fé­lög­un­um

Run­ólf­ur seg­ist hafa fulla trú að Costco sé að koma hingað til lands með öðru­vísi viðskipta­mód­el en þekkst hef­ur og „ekki það viðmið að setja hressi­lega álagn­ingu á hvern lítra“.

Hann bend­ir þó á að Costco sé með ákveðinn stofn­kostnað, en hver og einn sem vill kaupa bens­ín hjá Costco þarf að vera meðlim­ur. Run­ólf­ur seg­ist þó bjart­sýnn á að markaður­inn muni reyna að aðlag­ast þess­um breyt­ing­um.

„Ég geri ráð fyr­ir því að hin fé­lög­in séu að und­ir­búa ein­hverj­ar mótaðgerðir,“ seg­ir Run­ólf­ur. Ansi langt sé síðan verðið á bens­ín­lítra fór svona lágt, en sam­kvæmt greina­safni mbl.is kostaði lítr­inn 143 krón­ur í árs­byrj­un 2009.

Run­ólf­ur ger­ir einnig ráð fyr­ir því að nú muni ís­lensku olíu­fé­lög­in reyna að koma með ein­hverj­ar skýr­ing­ar á verðlagn­ingu sinni. „Þetta sýn­ir okk­ur að ís­lensku fé­lög­in skulda ís­lensk­um neyt­end­um skýr­ing­ar. Það er líka at­huga­vert að velta því fyr­ir sér að það eru líf­eyr­is­sjóðirn­ir sem eru með stærri eig­end­um stærstu olíu­fé­lag­anna, þannig að þetta er að mínu mati spurn­ing um siðferðis­lega ábyrgð.“

Fjölmargir hafa nýtt sér bensínþjónustu Costco í dag.
Fjöl­marg­ir hafa nýtt sér bens­ínþjón­ustu Costco í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK