Olíufélögin lækka í kauphöllinni

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Verð á hlutabréfum olíufélaganna N1 og Skeljungs hafa lækkað í kauphöllinni frá opnun markaða í morgun. Bréf N1 hafa lækkað um 5,3% en Skeljungs 2,04%. Bensínstöð Costco var opnuð í Kauptúni í gær með töluvert lægra verð en stóru olíufélögin bjóða eða 169,9 krónur á lítrann af bensíni. N1 selur lítrann af bensíni á 197,9 krónur en Skeljungur 199,40 krónur.

Verslun Costco verður síðan opnuð á morgun, þriðjudag, en við opnun markaða í morgun lækkaði verðið á hlutabréfum Haga um 2,5%.

Fleiri lækkanir eru í kauphöllinni og til að mynda hafa bréf í Icelandair Group lækkað um 2,4% en bréf fasteignafélagsins Regins um 1,16% og Reita um 2,29%.

Eina félagið sem hefur hækkað í kauphöllinni í morgun er Eik fasteignarfélag en hlutabréf félagsins hafa hækkað um 0,07%. 

Bensínstöð Costco var opnuð við Kauptún í gær.
Bensínstöð Costco var opnuð við Kauptún í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK