Bæjarstjórinn klippti á borðann

Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ opnar Costco.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ opnar Costco. mbl.is/Auður

„Ég er nú aðallega ánægður fyrir hönd íslenskra neytenda. Maður sér það hérna á verðinu að þetta er lægra en annarsstaðar,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson í samtali við mbl.is við opnun Costco í morgun í Kauptúni en hann og framkvæmdstjóri Costco klipptu á borðann við verslunina saman. 

Gunnar segist vera viss um að koma Costco verði góð fyrir íslenskan markað. „Svo er ég auðvitað bara ánægður að þetta sé í Garðabæ.“

Gunnar segist vera búinn að skoða sig um í búðinni og segist sjá það að hér séu ódýrari hlutir en annarsstaðar. „Ég held að þetta muni alveg slá í gegn hjá íslenskum neytendum. Fólk er búið að bíða svo lengi og svo er það orðið meðvitaðra um verð en áður og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Það er auðvitað bara flott að neytendavitundin sé orðin meiri en áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK