„Mér finnst þetta bara vera hátíð“

Steinar var fyrstur í röðinni.
Steinar var fyrstur í röðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er fyrst og fremst kominn hingað til þess að gera góð kaup og fagna samkeppnisaðila. Mér finnst þetta bara vera hátíð,“ segir Costco-aðdáandinn Steinar Birgisson, sem var mættur fyrstur í röðina að Costco á miðnætti.

Þegar að blaðamaður mbl.is ræddi við hann um átta leytið, klukkutíma fyrir opnun, var hann reyndar jafnframt síðastur í röðinni.  Flestir sem biðu fyrir utan ákváðu að vera í bílunum sínum og á rölti fyrir utan. Steinar var sá eini sem ákvað að standa alveg upp við hurðina.

„Ég mætti á miðnætti og bjóst alls ekki við að vera fyrstur. Ég hélt að hér yrði skari manna,“ segir Steinar sem segist vera mjög spenntur fyrir opnn Costco.

„Hér mun neytendum standa til boða að gera kaup sem þeir hafa aldrei gert á ævinni. Ég mun njóta þess því ég er stoltur korthafi.“

Hann segist ætla að byrja á því að skoða búðina í þaula áður en hann fer að kaupa eitthvað. „Ég ætla að láta búðina koma mér á óvart og taka því sem ég sé fagnandi. Síðan velur maður eitthvað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK