„Mjög mikið að gera“ í Costco

Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóri Costco á Íslandi.
Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóri Costco á Íslandi. mbl.is/Hanna

„Þetta hefur gengið mjög vel í dag,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, um opnun verslunarinnar í dag. Segir hann fjölda fólks hafa lagt leið sína þangað í dag og fjöldinn hafi aukist eftir því sem liðið hafi á daginn. „Núna er fólk að klára vinnu svo það er mjög mikið að gera.“

Spurður hvort áhuginn hafi komið honum á óvart segist hann hafa búist við þessu. „Þetta er búinn að vera frábær dagur. Það hafa allir verið skipulagðir og glaðir þegar þeir hafa labbað í gegnum búðina. Það er auðvitað mikill spenningur í fólki en við erum mjög ánægð með þetta,“ segir hann.

Sumir kaupa skartgripi og aðrir grípa tómatsósu

Yfir 41 þúsund manns hafa sótt um aðild að vöruhúsi Costco, og enn bætist í hópinn. Er um að ræða mjög stóran aðildarhóp og þann stærsta í Costco í Evrópu.

Brett segist búast við því að stöðugt streymi fólks í verslunina muni halda áfram næstu daga, og býst við því að á fimmtudaginn, uppstigningardag, og um helgina verði mjög mikið að gera.

En er eitthvað sérstakt sem fólk er aðallega að kaupa? „Bara hvað sem er. Sumir eru að kaupa skartgripi og aðrir eru bara að kippa með sér tómatsósu,“ segir Brett og hlær. En hefur fílsstyttan risavaxna sem hefur vakið mikil viðbrögð selst? „Nei, ekki enn þá,“ segir hann og ljóst er að viðskiptavinir geta enn nælt sér í gripinn.

Fílsstyttan umtalaða, en hún kostar 499.999 krónur.
Fílsstyttan umtalaða, en hún kostar 499.999 krónur. ljósmynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK