Tryggvi, Elín og Ingólfur hætt hjá Íslandsbanka

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB, og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka, eru meðal þeirra 20 starfsmanna sem yfirgefa Íslandsbanka í kjölfar skipulagsbreytinga.

Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, í samtali við mbl.is en Viðskiptablaðið sagði fyrst frá. 

Að sögn Eddu eru það að mestu leyti stjórnendur og sérfræðingar í höfuðstöðvum sem var sagt upp. Edda segir að með fyrrnefndum skipulagsbreytingum sé fækkun um tvo framkvæmdastjóra ásamt fleiri stjórnendum og að töluverð hagræðing felist í því.

Jón Bjarki Bentsson hefur tekið við sem aðalhagfræðingur greiningardeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK