Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB, og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka, eru meðal þeirra 20 starfsmanna sem yfirgefa Íslandsbanka í kjölfar skipulagsbreytinga.
Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, í samtali við mbl.is en Viðskiptablaðið sagði fyrst frá.
Að sögn Eddu eru það að mestu leyti stjórnendur og sérfræðingar í höfuðstöðvum sem var sagt upp. Edda segir að með fyrrnefndum skipulagsbreytingum sé fækkun um tvo framkvæmdastjóra ásamt fleiri stjórnendum og að töluverð hagræðing felist í því.
Jón Bjarki Bentsson hefur tekið við sem aðalhagfræðingur greiningardeildarinnar.