Ferstikluskáli í Hvalfirði opnaður að nýju

Skálinn stendur í Hvalfirði.
Skálinn stendur í Hvalfirði. Aðsend mynd

Ferstikluskáli í Hvalfirði hefur verið enduropnaður og er nú kominn í eigu Björns Páls Fálka Valssonar. Skálinn hafði verið til sölu síðan í haust en það var ekki fyrr en um síðustu mánaðamót sem komist var að samkomulagi um söluna.

Skessuhorn sagði fyrst frá.

„Við opnuðum þar síðasta laugardag og það er bara búið að ganga vel,“ segir Björn í samtali við mbl.is. „Skálinn og reksturinn var sett á sölu í fyrra en það kom enginn kaupandi fyrr en núna í vor. Það var síðan um mánaðamótin sem ég og Olís sem átti skálann komumst að samkomulagi um að ég myndi kaupa skálann og hefja þar rekstur.“

Björn er úr sveitinni og hefur komið að ferðaþjónustu í Hvalfirði síðustu ár. Hann segir ferðaþjónustu í firðinum almennt ganga vel og þá er mikið af Íslendingum á svæðinu sem sækja í sumarbústaðabyggðir í nágrenninu.

Spurður um úrvalið í Ferstikluskála segir hann engar veitingar í boði nema íslensku pylsuna. „Þetta er bara vegasjoppa, hvorki meira né minna. Pylsurnar eru einu veitingarnar en svo erum við með gott úrval af kúluís og nammi og svoleiðis. Svo er líka lítil verslun með helstu nauðsynjavörum.“

Ferstikluskáli verður opinn alla daga í sumar frá 10 til 19 en Björn segir það ekki liggja fyrir hvort það verði opið í vetur. „Það fer eftir því hvort það verður eitthvað að gera og hvort það verður forsenda fyrir því að hafa opið. Ef þær forsendur verða til staðar gerum við það eflaust.“

Boðið er upp á kúluís, pylsur og nammi en svo …
Boðið er upp á kúluís, pylsur og nammi en svo er einnig á staðnum lítil verslun með nauðsynjavörum. Aðsend mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK