Dagur fagnaði afmæli Coca-Cola á Íslandi

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnar sýningu í tilefni af 75 …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, opnar sýningu í tilefni af 75 ára afmæli Coca-Cola á Íslandi sem haldin er í fundarsalnum Vífilfelli. Við hlið hans stendur Carlos Cruz, forstjóri Coca-Cola á Íslandi. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason

Í dag opnaði Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, ljós­mynda­sýn­ingu úr sögu Coca-Cola Europe­an Partners Íslands, sem áður hét Víf­il­fell, í til­efni 75 ára af­mæl­is fyr­ir­tæk­is­ins.

Víf­il­fell var stofnað í Reykja­vík í júní 1942 og í til­efni af af­mæl­inu tók fyr­ir­tækið sam­an ljós­mynd­ir úr sög­unni sem varpa skemmti­legu ljósi á hversu samofið Coke er sam­tíma­menn­ingu okk­ar, en einnig fjöl­marg­ir aðrir drykk­ir sem Coca-Cola Europe­an Partners Ísland (Coca-Cola á Íslandi) fram­leiðir.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Dag­ur kynnti  sér jafn­framt starf­semi fyr­ir­tæ­is­ins, einkum þó sjálf­bærni­stefnu þess, og heim­sótti meðal ann­ars fram­leiðslu­sal og vatns­hreins­istöðina Hreinsu.

Dag­ur tók fram að ánægju­legt væri að heim­sækja verk­smiðjuna því hann ólst upp í næsta ná­grenni við hana en þess utan sé Reykja­vík­ur­borg ávallt til­bú­in til að starfa með fyr­ir­tækj­um að mót­un framtíðar. „Coca-Cola á Íslandi er til fyr­ir­mynd­ar þegar kem­ur að um­hverf­is­mál­um og var sér­lega áhuga­vert að kynn­ast sjálf­bærn­is­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins, vatns­hreins­istöðinni og ný­út­gef­inni skýrslu um ár­ang­ur í um­hverf­is­mál­um.“

 Car­los Cruz, for­stjóri Coca-Cola á Íslandi, sagðist stolt­ur af því sem fyr­ir­tækið hefði áorkað á síðustu 75 árum en fyr­ir­tækið er stærsti drykkja­fram­leiðandi lands­ins og býður upp á mikið og fjöl­breytt úr­val drykkja. „Við erum sér­stak­lega stolt af því að hafa auðnast að styðja við ýmis sam­fé­lags­verk­efni, lagt okk­ar af mörk­um til efna­hags­lífs­ins og ekki síst af því sem við höf­um áorkað í um­hverf­is­mál­um. Sjálf­bærni snýst um að búa börn­um okk­ar og barna­börn­um betri framtíð og með hana að leiðarljósi von­umst við til að næstu 75 ár verði álíka giftu­sam­leg og hin fyrstu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK