Verður staðfest hjá bæjarráði eins fljótt og hægt er

Bensínstöð Costco í Kauptúni.
Bensínstöð Costco í Kauptúni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gert er ráð fyrir því að umsókn Costco um stækkun á bensínsstöð verslunarinnar verði staðfest hjá bæjarráði eins fljótt og hægt er en nú er erindið hjá byggingarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkti fyrri í vikunni að vísa erindi Costco til afgreiðslu byggingafullrúa og þá var tækni- og umhverfissviði Garðabæjar falið að skoða möguleika á breikkun vegar við aðkomu að bensínsstöð.

Deiluskipulag í Kauptúni gerði ráð fyrir því að við bensínstöð Costco gætu verið allt að 16 dælur en Costco sótti aðeins um að fá tólf dælur. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ er gert ráð fyrir því að beiðni Costco um að stækka bensínstöðina verði staðfest hjá bæjarráði eins fljótt og hægt er en bæjarráð fundar næst á þriðjudaginn.

Í bréfi lögmanns Costco til bæjarráðs Garðabæjar þar sem sótt er um leyfi til að stækka bensínstöðina kemur fram að stöðin starfi við há­marks­getu og myndi njóta góðs af fjór­um dæluslöng­um til viðbót­ar til að bæta um­ferðarflæði um svæðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK