Norskur raforkuskattur gæti skilað 7 milljörðum

Búrfellsvirkjun er ein virkjana Landsvirkjunar.
Búrfellsvirkjun er ein virkjana Landsvirkjunar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í Noregi er sérstakur auðlindarentuskattur lagður á raforkufyrirtæki sem nemur 34,3% af sérstökum skattstofni sem reiknaður er fyrir hverja virkjun fyrir sig. Ef slíkur skattur væri rukkaður hér á landi myndi hann skila í kringum 7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Skatturinn er aðeins lagður á þær virkjanir sem eru með uppsett afl meira en 10.000 kVA (8 MW). Tekjumatið sem byggt er á í svarinu nær ekki til hverrar virkjunar heldur upplýsingum frá raforkufyrirtækjunum og er því tekið fram að um nálgun sé að ræða. Miðað er við að meðalraforkuverð sé 5,22 krónur á kílóWattsstund. Varðandi langtímasamninga var miðað við 3,23 krónur á kílóWattsstund, en tölur um slíkt verð eru trúnaðarmál og því miðað við meðalverð hjá Landsvirkjun.

Mat á tekjum ríkissjóðs af auðlindarentuskatti að norskri fyrirmynd, miðað við núverandi skatthlutfall 34,3%, er samkvæmt framangreindum forsendum kringum 7 milljarðar segir í svarinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK