Aðeins 4 konur komast á topp 20

Konur komast hærra á listann í ár en í fyrra.
Konur komast hærra á listann í ár en í fyrra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aðeins fjórar konur komast á lista yfir þá 20 einstaklinga sem greiddu hæst opinber gjöld hér á landi á síðasta ári. Eru það jafn margar konur og í fyrra. Ríkisskattstjóri birti listann fyrr í dag.

Katrín Þorvaldsdóttir, erfingi fyrirtækisins Síld og fiskur, er í þriðja sæti yfir þá sem greiða hæst opinber gjöld, en hún greiddi á síðasta ári 362.695.100 krónur.

Næsta kona á listanum er Marta Árnadóttir, í sjötta sæti. Hún greiddi 149.020.216 krónur í opinber gjöld.

Þar á eftir er Guðrún Birna Leifs­dótt­ir, í níunda sæti, með 139.515.059 krónur.

Í nítjánda sæti á listanum er svo Krist­ín Fenger Ver­munds­dótt­ir sem greiddi 107.373.232 krónur í opinber gjöld á síðasta ári.

Konur komast þó mun hærra á listann en á síðasta ári, en þá var efsta kona á listanum Þórlaug Guðmundsdóttir, í þrettánda sæti, með 100.992.418 krónur. Allar konurnar á listanum í ár greiddu því hærri opinber gjöld en þær sem komust á listann á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK