Fólkið sem greiðir hæstu skattana

Þeir sem komast á topp 20 lista yfir þá sem …
Þeir sem komast á topp 20 lista yfir þá sem greiða hæst opinber gjöld, greiða mun hærri gjöld en forverar þeirra í fyrra. mbl.is/Golli

Þrír einstaklingar í sömu fjölskyldunni komast á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiddu hæst opinber gjöld árið 2016. Þetta eru þau Ari Fenger, forstjóri Nathan og Olsen, móðir hans, Kristín Fenger Vermundsdóttir, og mágur hans Jón Sigurðsson, sem er giftur Björgu Fenger. Þau tengjast ekki bara fjölskulduböndum, heldur eiga og stjórna saman fjölskyldufyrirtækinu Helgafell ehf. sem er í jafnri eigu Fenger-barna og móður þeirra, en Jón stýrir fjárfestingum félagsins. Listi yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða hæst opinber gjöld er að finna neðar í fréttinni.

Þeir einstaklingar sem greiða hæst opinber gjöld nú, samkvæmt lista Ríkisskattstjóra yfir álagningu einstaklinga fyrir árið 2016, greiða mun hærri gjöld en þeir sem komust á topp 20 listann á síðasta ári.

Árni Harðarson, sem efstur var á listanum á síðasta ári, greiddi 265.319.825 krónur í opinber gjöld á meðan skattakóngurinn í ár greiðir 570.452.598 krón­ur.

Aðeins eru tveir einstaklingar á topp 20 listanum í ár sem voru þar líka í fyrra, en það eru Kristján V. Vilhelmsson, útgerðarmaður og einn eigenda Samherja, og Valur Ragnarsson, forstjóri Medis.

Nokkrir á listanum eru þar væntanlega vegna þess að þeir seldu hlut í fyrirtækjum sínum á síðasta ári. Framtakssjóðirinn Horn III keypti til að mynda öll hlutabréf í fyrirtækinu Hópbílum á síðasta ári, en það var áður í eigu skattakóngsins sjálfs, Gísla J. Friðjónssonar. Þá keypti Horn III jafnframt 80 prósenta hlut í Basko, sem var áður í 100 prósent eigu Árna Péturs Jónssonar, sem vermir tuttugasta sæti listans.

Fjölskyldutengsl og fyrirtækjasölur

1. Gísli J.Friðjóns­son, fyrr­ver­andi eig­andi og for­stjóri Hóp­bíla, greiðir hæst op­in­ber gjöld allra hér á landi, eða 570.452.598 krón­ur, sam­kvæmt lista Rík­is­skatt­stjóra yfir álagn­ingu ein­stak­linga fyr­ir árið 2016. Gísli seldi fram­taks­sjóðnum Horn III fyr­ir­tæki sitt á síðasta ári og má ætla að rekja megi þau háu opinberu gjöld sem hann greiðir nú til þeirrar sölu. 

Gísli er skattakóngur.
Gísli er skattakóngur. Morgunblaðið/Rósa Braga

2. Ein­ar Friðrik Sig­urðsson skip­stjóri, greiðir 383.896.974 krón­ur, en hann seldi Skinn­ey Þinga­nes fyr­ir­tæki sitt Auðbjörgu hf. á síðasta ári og greiðir má væntanlega rekja veru hans á listanum til þeirrar sölu.

3. Katrín Þor­valds­dótt­ir, erf­ingi fyr­ir­tæk­is­ins Síld og fisk­ur, greiðir 362.695.100 krón­ur í op­in­ber gjöld.

4. Guðmund­ur Kristjáns­son, betur þekktur sem Guðmundur í Brim, greiðir 231.625.960 krónur í opinber gjöld. Guðmundur er sá einstaklingur sem ræður líklega yfir hvað mestum kvóta innan kvótakerfisins

5. Ármann Ein­ars­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Auðbjargar, greiðir 159.112.908 krónur í opinber gjöld. Auðbjörg var á síðasta ári selt til Skinney Þinganes á síðasta.

6. Marta Árna­dótt­ir, greiðir 149.020.216 krónur í opinber gjöld.

7. Grím­ur Al­freð Garðars­son, einn eigenda fjárfestingafélagsins Varða Capital, greiðir 148.923.231 krónur í opinber gjöld.

8. Kristján V. Vil­helms­son, útgerðarmaður og einn eigenda Samherja, greiðir 143.377.822 krónur í opinber gjöld. Það er aðeins meira en hann greiddi árið áður, þegar gjöldin voru 129.060.207 krónur. Þá var hann í níunda sæti listans.

Guðmundur í Brim.
Guðmundur í Brim. mbl.is/Styrmir Kári

9. Guðrún Birna Leifs­dótt­ir greiðir 139.515.059 krónur í opinber gjöld.

10. Val­ur Ragn­ars­son, forstjóri Medis, greiðir 135.389.186 krónur í opinber gjöld. 

11. Brynj­ólf­ur Gunn­ar Hall­dórs­son, skipstjóri á Seltjarnarnesi, greiðir 127.831.300 krónur í opinber gjöld.

12. Ársæll Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri LBI eða gamla Landsbankans, greiðir 126.891.787 krónur í opinber gjöld. 

13. Krist­inn Már Gunn­ars­son kaupsýslumaður er búsettur í Þýskalandi. Hann á 70 prósenta hlut í fyrirtækinu Cintamani, sem sérhæfir sig í útvistarfatnaði. Þá á hann fyrirækið Arctic Group sem er með aðsetur í Dusseldorf. Hann greiðir 120.233.253 krónur í opinber gjöld.

14. Jón Sig­urðsson, fyrrverandi forstjóri FL group/Stoða og núverandi stjórnarformaður Stoða. Jón lét af störfum hjá fjármálafyrirtækinu Gamma á síðasta ári til að einbeita sér að fjárfestingum í gegnum fjárfestingafélagið Helgafell ehf. Sem er í jafnri eigu eiginkonu Jóns, Bjargar Fenger, bróður hennar Ara Fenger og móður þeirra Kristínar Fenger Vermundardóttir. Tvö síðarnefndu eru einnig á topp 20 listanum yfir þá sem greiða hæst opinber gjöld. Helgafell er í hópi stærstu hluthafa TM og N1. Jón greiðir 116.740.909 krónur í opinber gjöld.

Jón Sigurðsson er fyrrverandi forstjóri FL-group.
Jón Sigurðsson er fyrrverandi forstjóri FL-group. Rax / Ragnar Axelsson

15. Ari Fenger, forstjóri Nathan og Olsen og einn eigenda Helgafells ehf. Ari er mágur Jóns, sem vermir sætið fyrir ofan hann á listanum. Hann greiðir 115.030.402 krónur í opinber gjöld.

16. Bene­dikt Rún­ar Stein­gríms­son, einn eigenda FM-húsa. Fyrirtækið undirritaði á síðasta ári samkomul við VÍS og Reginn hf. Um kaup á helmingshlut í félaginu. Benedikt Rúnar á eftir viðskiptin 22,5 prósenta hlut í FM-húsum. Má líklega rekja há opinber gjöld hans til þessara viðskipta. Benedict greiðir 112.971.635 krónur í opinber gjöld.

17. Magnús Jó­hanns­son greiðir 110.108.149 krónur í opinber gjöld.

18. Vil­helm Ró­bert Wessman, forstjóri Alvogen greiðir 107.513.728 krónur í opinber gjöld.

Róbert Wessman er forstjóri Alvogen.
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen. Ómar Óskarsson

19. Krist­ín Fenger Ver­munds­dótt­ir, er ekkja Vilhjálms Fenger fyrrverandi framkvæmdastjóra Nathan og Olsen, og einn eigenda Helgafells. Hún er jafnframt móðir Ara Fenger, sem er ofar á listanum og tengdamóðir Jóns Sigurðssonar. Kristín greiðir 107.373.232 krónur í opinber gjöld.

20. Árni Pét­ur Jóns­son, forstjóri og næstærsti eigandi Basko ehf. sem rekur meðal annars 10-11 og Dunkin Donuts á Íslandi, er í 20. sæti listans. Hann greiddi 99.246.014 krónur í opinber gjöld á síðasta ári. Á síðasta ári keypti framtakssjóðurinn Horn III 80 prósenta hlut í Basko, en Árni hafði áður verið eigandi alls félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK