Fimm íslenskar konur, þær Hjördís Sigurðardóttir, Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Sandra Mjöll Jónsdóttir, Sigrún Shanko og Þorbjörg Jensdóttir, hlutu í dag alþjóðleg verðlaun á þingi Heimssamtaka frumkvöðla- og uppfinningakvenna, sem haldið var í borginni Bari á Ítalíu.
Sandra Mjöll Jónsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að hljóta aðalverðlaun hátíðarinnar „OVERALL PLATINUM INVENTOR WINNER OF THE YEAR 2017“. Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður KVENN, félags kvenna í nýsköpun, sem tilnefndi íslensku konurnar til verðlaunanna, segir verðlaun af þessu tagi vera hvatningu til komandi kynslóða.
Samkvæmt fréttatilkynningu er eitt af hlutverkum Heimssamtaka hugvitskvenna sé að gera konur og hugvit kvenna sýnilegra og verðlaunin séu liður í því átaki.