Ný eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki

Drög að stefnunni voru kynnt til umsagnar á vef fjármálaráðuneytisins …
Drög að stefnunni voru kynnt til umsagnar á vef fjármálaráðuneytisins frá 10. febrúar til 20. mars 2017. Umsagnir bárust frá Bankasýslu ríkisins, Samkeppniseftirlitinu og Landsbankanum ásamt tveimur einstaklingum. Farið var yfir þær og eigendastefnan uppfærð eftir því sem efni stóðu til, en ekki urðu meiriháttar efnislegar breytingar frá fyrri drögum. mbl.is/Golli

Ný eigandastefna fyrir fjármálafyrirtæki sem ríkissjóður á eignarhluti í hefur tekið gildi, eftir að stefnan var samþykkt af ríkisstjórn. Helstu markmið stefnunnar eru að tryggja góða og fyrirsjáanlega stjórnarhætti fjármálafyrirtækja, að þau veiti viðskiptavinum sem skilvirkasta þjónustu og tryggi ásættanlega arðsemi.

Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins.

Stefnan gildir fyrir fjögur fjármálafyrirtæki: Landsbankann, Íslandsbanka, Arion banka og Sparisjóð Austurlands. Bankasýsla ríkisins fer samkvæmt lögum með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, meðal annars í samræmi við eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma. 

Eigandastefna fyrir fjármálafyrirtæki var fyrst sett fram árið 2009 og endurspeglaði stöðuna eftir endurreisn fjármálakerfisins og aðstæður í ríkisfjármálum og á fjármálamarkaði á þeim tíma. Markmið með stefnunni var því að byggja upp almennt traust á stjórn og starfsemi þeirra fjármálafyrirtækja sem ríkið endurreisti og tryggja að félögin væru rekin með faglegum og gagnsæjum hætti. 

„Staða hagkerfisins og ríkisfjármála nú er gjörbreytt til hins betra, en eignarhald ríkisins í fjármálafyrirtækjum hefur tekið grundvallarbreytingum og á ríkið nú meirihluta bankakerfisins. Í endurskoðaðri stefnu er skerpt á ákvæðum um stjórnarhætti, upplýsingagjöf, gagnsæi og fagleg vinnubrögð. Undirstrikuð er sú skylda stjórna að fara að ákvæðum eigandastefnunnar og upplýsa eiganda í þeim tilvikum sem slíkt er ekki talið hægt eða ef stjórn verður þess áskynja að ekki hefur verið farið eftir þeim,“ segir á vef ráðuneytisins.

Drög að stefnunni voru kynnt til umsagnar á vef ráðuneytisins frá 10. febrúar til 20. mars 2017. Umsagnir bárust frá Bankasýslu ríkisins, Samkeppniseftirlitinu og Landsbankanum ásamt tveimur einstaklingum. Farið var yfir þær og eigendastefnan uppfærð eftir því sem efni stóðu til, en ekki urðu meiriháttar efnislegar breytingar frá fyrri drögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK