Breytt samkeppnisumhverfi haft áhrif

Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa.
Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa. mbl.is/Eggert

Hagar hf. hafa sent frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem varað er við því að breytt markaðsstaða muni hafa áhrif á afkomu annars ársfjórðungs fyrirtækisins. Ljóst sé að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins, en of snemmt sé að segja til um hve mikil áhrifin verði á afkomu næstu ársfjórðunga eða til framtíðar.

Bráðabirgðauppgjör fyrir júní, sem sé fyrsti mánuður þess ársfjórðungs, sýni að viðskiptavinum hafi fækkað um 1,8% miðað við sama mánuð í fyrra.

Þá segir í tilkynningunni að þegar hafi komið fram að magnaukning á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 1,8% milli áranna 2016 og 2017 í matvöru­verslunum samstæðunnar þrátt fyrir 2,6% samdrátt í krónum talið.

„Þá jókst fjöldi viðskiptavina matvöruverslana um 1,7%, en í þessum tölum var ekki búið að taka tillit til lokunar matvöruhluta Hagkaups Holtagörðum og efri hæðar Hagkaups Kringlu.  Ef bornar eru saman sambærilegar tölur fyrir júnímánuð þá var magnminnkun í einingum 9,4% í matvöruverslunum samstæðunnar og viðskiptavinum fækkaði um 1,8% á milli ára.  Sölusamdráttur á milli ára var 8,5% í krónum talið í júní að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi.  Framlegðarhlutfall samstæðunnar lækkaði um 0,4 prósentustig á milli júnímánaða 2016 og 2017,“ segir svo í tilkynningunni.

„Þá er rétt að árétta að aflögð starfsemi og verðhjöðnun vegna mikillar styrkingar íslensku krónunnar, betri innkaupa og lægra innkaupsverðs á samanburðartímabilinu hefur áhrif á veltu félagsins. Stórir kostnaðarliðir hafa hins vegar hækkað, m.a. vegna kjarasamninga og þenslu á vinnumarkaði, auk þess sem flestir leigusamningar félagsins eru bundnir vísitölu neysluverðs, sem hefur hækkað á tímabilinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK