Lækkuðu um tæp 10% við opnun markaða

Gengi hlutabréfa Haga í Kauphöllinni hafði lækkað um 9,7% þegar tæpar 20 mínútur voru frá opnun markaða. Félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gær.

Við lokun markaða í gær stóð gengi Haga í 41,1 krónu og hafði það þá ekki verið lægra síðan í byrjun september 2015 þegar það fór í 39,9 krónur. Nú stendur það í 36,5 krónum.

Bréf Haga hafa verið á niðurleið síðustu vikur en síðustu 30 daga hefur gengið lækkað um 18,29%. Í gær sendi félagið frá sér afkomuviðvörun þar sem varað var við því að breytt markaðsstaða muni hafa áhrif á af­komu ann­ars árs­fjórðungs fyr­ir­tæk­is­ins. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar var sagt ljóst að breytt sam­keppn­is­um­hverfi hafi haft áhrif á rekst­ur og markaðsstöðu fé­lags­ins, en of snemmt sé að segja til um hve mik­il áhrif­in verði á af­komu næstu árs­fjórðunga eða til framtíðar.

Sumir hafa tengt breytingarnar hjá Högum við opnun Costco í 23. maí síðastliðinn. Samkvæmt vef Kauphallarinnar stóð gengi Haga í 52,9 daginn áður en Costco var opnað og 55,2 krónum daginn eftir. Síðan þá hafi gengið lækkað um tæpar 20 krónur. 

Hagar eru ekki eina félagið sem hefur lækkað í Kauphöllinni það sem af er degi. Eik Fasteignafélag hefur lækkað um 2,37%, Eimskip um 1,75%, N1 um 2,13% og  Sjóvá um 2,19% til dæmis. Reyndar hefur ekkert félag hækkað í Kauphöllinni í dag en Fjarskipti, HB Grandi og TM staðið í stað. Öll önnur félög hafa lækkað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK