Skattaafsláttur væri skynsamlegur

Að mati SA myndi aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði efla …
Að mati SA myndi aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði efla atvinnulífið, leiða til ábata fyrir þá sem fjárfesta, auk þess sem hagur fyrirtækja og ríkissjóðs myndi batna mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það væri skyn­sam­legt af stjórn­völd­um að hvetja al­menn­ing til þátt­töku í at­vinnu­rekstri með því að veita ein­stak­ling­um skatta­afslátt vegna hluta­bréfa­kaupa að mati Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Auk­in þátt­taka al­menn­ings myndi efla at­vinnu­lífið, leiða til ábata fyr­ir þá sem fjár­festa, auk þess sem hag­ur fyr­ir­tækja og rík­is­sjóðs myndi batna að mati SA.

Þetta kem­ur fram í pistli á vef sam­tak­anna.

Þar er bent á að fyr­ir síðustu alda­mót var um hríð hvatt til þátt­töku al­menn­ings í at­vinnu­líf­inu með því að kaup á hlut í hluta­fé­lög­um, sem upp­fylltu til­tek­in skil­yrði, veittu rétt til skatta­afslátt­ar upp að ákveðnu marki. „Þetta varð til þess að fjöl­marg­ir ein­stak­ling­ar nýttu þenn­an rétt og eft­ir­spurn eft­ir bréf­um í al­menn­ings­hluta­fé­lög­um jókst mikið. Þetta hjálpaði við að leggja öfl­ug­an grunn að hluta­bréfa­markaði hér á landi sem áður hafði verið tak­markaður. Á þess­um tíma fjölgaði einnig veru­lega þeim fé­lög­um sem skráð voru á markað,“ seg­ir í pistl­in­um.

„Ekki þarf að orðlengja að við efna­hags­hrunið 2008 varð stór hluti skráðra hluta­bréfa verðlít­ill og að frá þeim tíma hef­ur al­menn­ing­ur haldið að mestu að sér hönd­um á þess­um markaði, þrátt fyr­ir að skráðum fé­lög­um hafi fjölgað og verðmæti þeirra auk­ist gríðarlega. En um leið hef­ur hag­ur fólks al­mennt batnað, eign­ir auk­ist og skuld­ir minnkað.“

Magnús Harðar­son, for­stöðumaður viðskipta­sviðs Nas­daq Ice­land, fjallaði um þessi mál í Vís­bend­ingu - viku­riti um viðskipti og efna­hags­mál sem út kom 29. júní síðastliðinn. Magnús benti m.a. á sænsku leiðina sem fjallað er um hér að ofan og gæti reynst Íslend­ing­um einnig vel. Þá var rætt við Magnús í Morg­un­blaðinu í síðustu viku þar sem m.a. kom fram að frá ár­inu 2012 hafa 1,8 millj­ón­ir Svía fjár­fest fyr­ir 450 millj­arða sænskra króna á hluta­bréfa­markaði.

„Þrátt fyr­ir að ný­lega hafi verið sett laga­ákvæði hér á landi sem heim­ila ein­stak­ling­um ákveðinn af­slátt frá tekju­skatti við til­tek­in kaup hluta­bréfa í fyr­ir­tækj­um sem upp­fylla þröng skil­yrði hafa áhrif­in orðið tak­mörkuð. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru þess full­viss að stjórn­völd vilji bæta þar úr enda um sam­eig­in­lega hags­muni fólks, fyr­ir­tækja og stjórn­valda að ræða,“ seg­ir í pistli SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK