Sérstakur gististaður opnaður á Akureyri

Hægt er að velja um tvær tegundir; fyrir einstaklinga eða …
Hægt er að velja um tvær tegundir; fyrir einstaklinga eða pör. Ljósmynd/Hafnarstræti Hostel

Hafnarstræti Hostel hóf nýverið starfsemi í Amaro-húsinu við Hafnarstræti á Akureyri. Það er sérstakt að því leyti að þar sofa gestir ekki í hefðbundnum rúmum eða kojum, heldur eru þar svonefnd svefnhylki þar sem gestir geta lokað að sér.

Hafnarstræti Hostel er stærsta gistiheimili á Íslandi sem býður gistingu í svefnhylkjum. Þegar er starfræktur slíkur gististaður í Reykjavík, Galaxy Pod Hostel á Laugavegi. Einnig eru nokkur svefnhylki í Gistihúsinu Hamri í Vestmannaeyjum. Hið nýja hostel er þannig fyrsti gististaðurinn af þessari gerð á Norðurlandi.

Í umfjöllun um gististað þennan í Morgunblaðinu í dag segir Sandra Harðardóttir, eigandi hostelsins, að sérstaða þess felist í því að þar sé ögn meira næði fyrir gesti. Að öðru leyti sé þar öll hefðbundin þjónusta farfuglaheimilis, innifalinn morgunverður, sameiginlegur matsalur, baðherbergi og eldhús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK