Áframhaldandi sölusamdráttur hjá Högum

Í júní og júlí var sölusamdráttur hjá Högum.
Í júní og júlí var sölusamdráttur hjá Högum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bráðabirgðauppgjör fyrir júlímánuð liggur fyrir hjá Högum og sýnir það sölusamdrátt bæði í magni og krónum og heldur þar með áfram frá því í júní. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem send var til Kauphallarinnar frá félaginu. Þó er tekið fram að verslunarmannahelgin hafi verið í júlí í fyrra og því sé ekki alveg um samanburðarhæfar tölur að ræða. Segir í tilkynningunni að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið.

Í byrjun síðasta mánaðar sendu Hagar frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kom að viðskiptavinum hafi fækkað um 1,8% miðað við sama mánuð árið á undan og að sala í krónum hafi dregist saman um 2,6%. Ekki er tekið fram nákvæmlega núna hver samdrátturinn sé í júlí, en að hann sé á „á sömu nótum og í júní.

Undanfarið hefur verið unnið að miklum breytingum á Hagkaupsversluninni í Kringlu en lokun efri hæðar í febrúarlok hefur haft áhrif á veltu félagsins. Þá er unnið að endurnýjun á verslun Zara í Smáralind sem nú hefur verið lokað tímabundið. Tilkynnt hefur verið að ný og stærri verslun verði opnuð í október. Segir í tilkynningunni að þetta hafi áhrif á sölutekjur Haga þangað til búðirnar opni á ný.

Félagið áætlar nú að EBITDA fyrir tímabilið mars til ágúst verði um 20% lægri en á fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK