Costco á við stærstu búðirnar

mbl.is/Ófeigur

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, segir breytingar á smásöluvísitölunni í júní benda til að Costco hafi þá selt dagvöru fyrir 300-400 milljónir. Það sé nokkurn veginn á við söluna í stærstu dagvöruverslunum Bónuss, Nettó og Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Með þeirri ákvörðun Haga að segja sig úr smásöluvísitölunni hefur hún verið tekin úr sambandi. Því eru engar opinberar tölur tiltækar um markaðinn í júlí.

Ómar rifjar upp greiningu Jóns Björnssonar, forstjóra Krónunnar, í vor um mögulega hlutdeild Costco. Margt bendi til að sú greining sé nærri lagi. Samkvæmt henni megi ætla að velta Costco í júní hafi verið um 1,1-1,2 milljarðar, þ.m.t. í dagvöru, sérvöru og eldsneyti. Margir finni fyrir því.

Ómar bendir á að EBITDA Haga, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, hafi verið yfir 7% af veltu, sem sé fáheyrt.

„Mesti titringurinn og áhyggjurnar vegna komu Costco eru ekki í dagvörubúðunum heldur á fjármálamarkaði,“ segir Ómar.

Vísar hann þar til lækkunar á gengi bréfa í Högum síðustu daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK