Miðaverð í flugrútu hækkar óumflýjanlega

Aðeins er pláss fyrir tvö rútufyrirtæki fyrir framan flugvöllinn.
Aðeins er pláss fyrir tvö rútufyrirtæki fyrir framan flugvöllinn. Morgunblaðið/Kristinn

Óumflýjanlegt er að miðaverð í flugrútu hækki vegna útboðs á sætaferðum frá Keflavíkurflugvelli sem Isavia stóð nýlega fyrir. Þetta segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, í samtali við fréttavefinn Túristi.is

Isavia fær sérstakt farþegagjald af farmiða í flugrútu sem nemur 173 krónum af þeim 2.500 krónum sem miðinn kostar. Nýlega fór fram útboð þar sem forsvarsmenn Kynnisferða buðust til að greiða Isavia 41,2% af veltu flugrútunnar fyrir áframhaldandi veru í og við flugstöðina.

Kristján segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um verðbreytingar en að hækkun sé þó óumflýjanleg. „Kynnisferðir munu fara í vöruþróun samhliða nýjum samningi sem gerir þjónustuna í kringum Flugrútuna enn betri. Óumflýjanlegt er að miðaverð hækki og þar sem nýtt gjald mun færa Isavia talsverðar tekjur mun krafa okkar vera að slík gjaldtaka skili sér í betra umhverfi fyrir okkar viðskiptavini."

Nánar um útboðið og áhrif þess á farmiðaverð á Túristi.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK