Vill reisa miðstöð í grennd við lónið

Jökulsárlón var friðlýst í sumar.
Jökulsárlón var friðlýst í sumar. Rax / Ragnar Axelsson

Skúli Gunnar Sigfússon í Subway hefur lýst yfir áhuga á að reisa þjónustumiðstöð á Reynivöllum til þjónusta ferðamenn sem heimsækja Jökulsárlón. Einnig er ráðgert að byggja 70-110 herbergja hótel á svæðinu. 

Skúli sendi bæjarráði og umhverfisráðherra bréf fyrir hönd Suðursveit ehf. þar sem hann greinir frá áætlunum sínum og var bréfið tekið fyrir á fundi bæjarráðs á fimmtudag. Í bókun bæjarráðs frá fundinum segir að mikilvægt sé að horft verði heildstætt á uppbyggingu svæðisins í samvinnu við alla aðila. 

„Ég tel fýsilegra að byggja þjónustuna á Reynivöllum til þess að það sé sem minnst uppbygging og rask við lónið sjálft. Þetta er 10 kílómetra frá og það tekur ekki nema 7 mínútur að keyra á milli,“ segir Skúli í samtali við mbl.is. 

Hann segir að fyrirhugað sé að hafa eldsneytissölu, kjörbúð, veitingastað og sölu á ferðum á Vatnajökul í þjónustumiðstöðinni, og auk þess er ráðgert að byggja 70-110 hótel á sama svæði. Þá segir Skúli að uppbygging sundlaugar sé inni í myndinni. 

„Þetta er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu. Við erum að bíða eftir að skipulagsmálin renni í gegn svo að við getum hafist handa.“

Fyrst var greint frá málinu á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir að Skúli eigi helmingshlut í félaginu Suðursveit ásamt Birni Þorbergssyni og að þeir eigi einnig félagið Blue Iceland Suðursveit sem býður upp á ferðir á Breiðmerkurjökul. 

Í lok júlí skrifaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra undir friðlýs­ingu Jök­uls­ár­lóns og um­fangs­mik­illa svæða sem liggja að lón­inu. Með friðlýs­ing­unni var svæðið um leið fellt inn í Vatna­jök­ulsþjóðgarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka