Sigldi norðausturleiðina á mettíma

Christophe de Margerie eftir ferðalagið.
Christophe de Margerie eftir ferðalagið. AFP

Flutningaskipið Christophe de Margerie sigldi norðausturleiðinni hraðar en nokkuð skip hefur gert og er jafnframt fyrsta flutningaskipið sem kemst leiðina án aðstoðar frá ísbrjóti. 

Þetta kemur fram í frétt The Barents Observer.

Samkvæmt tilkynningu frá flutningafyrirtækinu Sovcomflot tók siglingin sex daga, tólf klukkutíma og fimmtán mínútur. Norðausturleiðin er í heildina 4.060 kílómetra löng og var meðalhraði skipsins fjórtán hnútar.  

Christophe de Margerie, sem er smíðað til flutninga á jarðgasi, lagði úr höfn í Melkøya í Finnmark-fylki í Noregi síðla í júlí. Það þurfi að ryðja allt að 1,2 metra þykkum ís úr braut áður en það kom í höfn í Suður-Kóreu eftir nítján daga ferðalag.  

Ferðin sýnir ekki aðeins fram á eiginleika skipsins heldur einnig að norðausturleiðin geti verið hagnýt fyrir stórtæka flutninga, segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK