Óska eftir framlengingu á greiðslustöðvun

Ljósbogaofn United Silicon í Helguvík er m.a. kyntur með viðarflísum …
Ljósbogaofn United Silicon í Helguvík er m.a. kyntur með viðarflísum og kolum. Stórar stæður af viðarflísum eru fyrir utan verksmiðjuna. mbl.is/Rax

Kröfuhafar United Silicon samþykktu í dag að óskað yrði eftir framlengingu á greiðslustöðvun félagsins svo að freista megi þess að finna lausn á vanda þess. 

Þetta segir Helgi Jóhannesson hæsta­rétt­ar­lögmaður sem er aðstoðarmaður skuldarans á greiðslustöðvunartíma.

Beiðni verður tekin fyrir á mánudaginn kl. 14 en meðal kröfuhafa eru Arion banki, Íslenskir aðalverktakar, Landsvirkjun, Reykjanesbær og ítalska fyrirtækið Tenova sem seldi United Silicon ljósbogaofninn.

Í ársfjórðungsuppgjöri Arion banka kom fram að bank­inn hefði lánað fé­lag­inu 8 millj­arða króna sem væru úti­stand­andi og hann ætti nú í sam­ræðum við fé­lagið um að draga úr mögu­legu framtíðartapi vegna láns­ins.

Þá skuld­ar fyr­ir­tækið ÍAV einn millj­arð króna sam­kvæmt niður­stöðu gerðardóms frá því fyrr í sum­ar. Einnig skuld­ar United Silicon Reykja­nes­bæ 162 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK