Engar frekari uppsagnir í aðsigi

Actavis hætti lyfjaframleiðslu í Hafnarfirði í febrúar á þessu ári.
Actavis hætti lyfjaframleiðslu í Hafnarfirði í febrúar á þessu ári. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason

Ekki stendur til að draga úr starfsemi Actavis og Medis, dótturfélaga Teva á Íslandi, að svo stöddu en Teva kannar þó möguleika á að selja Medis og er því í höndum <span>væntanlegra kaupenda að gera ráðstafanir varðandi framtíðarfyrirkomulag ef salan gengur eftir. Engar viðræður um kaup eru hafnar enn sem komið er. </span>

<strong><a href="http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/08/04/modurfelag_actavis_segir_upp_7_000_manns/" target="_blank">Frétt mbl.is: Móðurfélag Actavis segir upp 7.000 manns</a> <br/><a href="http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/08/11/hefja_soluferli_a_medis/" target="_blank">Frétt mbl.is: Hefja söluferli á Medis</a></strong>

Þetta kemur fram í svari Actavis við fyrirspurnum mbl.is. Í byrjun ágúst var greint frá stórtækum hagræðingaraðgerðum sem <span>Teva Pharmaceutical, stærsta sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki heims, réðst í til þess að draga úr kostnaði. Í þeim fólst meðal ann­ars að segja upp 7.000 starfs­mönn­um, loka eða selja 15 verk­smiðjur og hætta starf­semi í 45 lönd­um fyr­ir árs­lok. </span><strong><a href="http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2017/08/04/modurfelag_actavis_segir_upp_7_000_manns/" target="_blank"><br/></a></strong>

<span><span>Undanfarna 12 mánuði hafa um 250 starfsmenn félaga á vegum Teva á Íslandi látið af störfum í hagræðingarskyni eða vegna skipulagsbreytinga.<span><span> </span>Langflestir þeirra störfuðu í verksmiðjunni sem nú hefur verið lokað eftir að starfsfólki var fyrst tilkynnt um væntanlega lokun árið 2015.</span></span></span>

<span><span><span><span>Hjá Actavis og Medis á Íslandi starfa nú í heildina um 330 manns og vinna flestir við rannsóknir og þróun. </span><span>Meðalfjöldi fastráðinna starfsmanna Actavis á Íslandi var mestur á árunum 2012-2016, um 660 manns.</span></span></span></span>

<span>„Það hafa ekki verið teknar ákvarðanir um að dregið verði frekar úr starfsemi hérlendis umfram það sem áður hefur komið fram. Í því samhengi er e.t.v rétt að halda til haga fréttum frá því fyrr í þessum mánuði sem snerust um hugsanlega sölu á Medis.</span>

<span>[...] Teva kannar möguleika á að selja Medis. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Teva um síðustu mánaðamót og var fjallað um á einhverjum miðlum í kjölfarið.</span>

<span>Engar viðræður eru í gangi við neina væntanlega kaupendur að Medis eins og er. Það væri svo væntanlegra kaupenda, ef af yrði, að gera ráðstafanir með framtíðarfyrirkomulag Medis,“ segir í svarinu frá Actavis. Í því fékkst einnig </span>staðfest að <span>viðræður um kaup á verksmiðjuhúsnæði Actavis og tengdum eignum eigi sér stað. </span>

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK