Bitcoin ryður sér til rúms á leigumarkaði

Bitcoin nær fótfestu í daglegri neyslu og viðskiptum.
Bitcoin nær fótfestu í daglegri neyslu og viðskiptum. AFP

Fasteignafélag í London ætlar að gera leigutökum kleift að greiða leigu og leggja fram tryggingu með rafmyntinni bitcoin. Þetta er í fyrsta sinn sem stórtækt fasteignafélag í Bretlandi leyfir greiðslur með slíkum hætti. 

Greint er frá þessu á fréttavef The Guardian

Frá og með mánudegi geta leigutakar notað bitcoins fyrir tryggingu og fyrir árslok verður þeim leyft að greiða leigu með rafmyntinni. Fasteignafélagið The Collective segir útspilið vera viðbragð við vaxandi eftirspurn sem komi mestmegnis erlendis frá. 

Verðið á bitcoin náði nýjum hæðum í síðustu viku þegar það skagaði upp í 4.700 Bandaríkjadali og hefur það hækkað um 350% frá áramótum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK