Vefpressunni bjargað fyrir horn

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur áður átt hlut í Vefpressunni. …
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur áður átt hlut í Vefpressunni. Hann keypti 10% hlut við árslok 2014 þegar félagið keypti 70% hlut í DV. mbl.is/Kristinn

Sig­urður G. Guðjóns­son hæsta­rétt­ar­lögmaður hef­ur ásamt hópi fjár­festa keypt Vefpress­una, sem meðal ann­ars á DV og Eyj­una, fyr­ir um 400-500 millj­ón­ir króna. Um er að ræða hluta­fjáraukn­ingu sem renn­ur einkum til greiðslu op­in­berra gjalda og annarra skuld­bind­inga.

Fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í ViðskiptaMogg­an­um í dag, að toll­stjóri fór í gær fram á að DV yrði tekið til gjaldþrota­skipta ef ekki yrðu staðin skil á op­in­ber­um gjöld­um sem námu yfir 350 millj­ón­um króna, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins. Með kaup­um Sig­urðar var staðið við þær skuld­bind­ing­ar þegar nokkuð var liðið á gær­dag­inn.

Hermt er að Björn Ingi Hrafns­son, stofn­andi Vefpress­unn­ar og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi, hafi verið í sjálf­skuld­arábyrgðum og átti því mikið und­ir því að sam­stæðan yrði ekki gjaldþrota.

Fram hef­ur komið í Markaðnum að skuld­ir Vefpress­unn­ar og DV hafi auk­ist und­an­farna mánuði og nemi heild­ar­skuld­ir sam­stæðunn­ar nú rúm­lega 700 millj­ón­um króna. Þar af séu van­skil við toll­stjóra vegna op­in­berra gjalda og eins ógreidd gjöld í líf­eyr­is­sjóði og stétt­ar­fé­lög yfir 400 millj­ón­ir króna.

Sig­urður hef­ur áður fest kaup á hlut í Vefpress­unni. Það var við árs­lok 2014 þegar til­kynnt var að hann hefði eign­ast 10% hlut eft­ir kaup þess á 70% hlut í DV.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK