Skuldir vaxið hraðar en 2008

Fasteignaverð hefur hækkað 22 sinnum hraðar en byggingarkostnaður síðastliðna 12 …
Fasteignaverð hefur hækkað 22 sinnum hraðar en byggingarkostnaður síðastliðna 12 mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­eigna­verð hef­ur hækkað 22 sinn­um hraðar en bygg­ing­ar­kostnaður síðastliðna 12 mánuði. Fram­boð íbúðar­hús­næðis á sölu­skrá hef­ur farið ögn vax­andi á und­an­förnu eft­ir að hafa náð sögu­legu lág­marki í byrj­un árs­ins. Þá hef­ur hækk­un leigu­verðs tekið framúr launaþróun. Skuld­ir heim­il­anna vaxa hraðar en þær hafa gert frá 2008 hins veg­ar hafa van­skil farið áfram lækk­andi í út­lána­safni Íbúðalána­sjóðs. Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrsla Íbúðalána­sjóðs.

Frá júlí 2016 til júlí 2017 hef­ur leigu­verð hækkað um 12% á höfuðborg­ar­svæðinu. Á sama tíma hækkaði kaup­verð á fjöl­býli um 19% og laun um 7%.  

Heild­ar­skuld­ir heim­il­anna  voru í lok júlí 10,7% hærri en raun­v­irði en á sama tíma 2016. Skuld­astaða heim­il­anna hef­ur ekki mælst hærri en nú er frá því í lok sum­ars 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK