Fasteignaverð hefur hækkað 22 sinnum hraðar en byggingarkostnaður síðastliðna 12 mánuði. Framboð íbúðarhúsnæðis á söluskrá hefur farið ögn vaxandi á undanförnu eftir að hafa náð sögulegu lágmarki í byrjun ársins. Þá hefur hækkun leiguverðs tekið framúr launaþróun. Skuldir heimilanna vaxa hraðar en þær hafa gert frá 2008 hins vegar hafa vanskil farið áfram lækkandi í útlánasafni Íbúðalánasjóðs. Þetta kemur fram í mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs.
Frá júlí 2016 til júlí 2017 hefur leiguverð hækkað um 12% á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma hækkaði kaupverð á fjölbýli um 19% og laun um 7%.
Heildarskuldir heimilanna voru í lok júlí 10,7% hærri en raunvirði en á sama tíma 2016. Skuldastaða heimilanna hefur ekki mælst hærri en nú er frá því í lok sumars 2008.