Vissi ekki hver keypti

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabankinn vissi ekki hverjum hann seldi 6% hlut í Kaupþingi í október í fyrra, að því er Már Guðmundsson seðlabankastjóri upplýsir í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Hæsta tilboði hafi verið tekið. Bankinn var fyrir söluna sjötti stærsti eigandi Kaupþings.

Fram kom í ViðskiptaMogganum í gær að Seðlabankinn hefði ekki vitað fyrir söluna að þá þegar hefði Deutsche Bank fallist á að greiða Kaupþingi um 400 milljónir evra, eða um 52 milljarða króna á núverandi gengi, í formi sáttagreiðslu. Þegar upplýst var um viðskiptin hækkuðu bréfin um liðlega 30% á eftirmarkaði. Hins vegar hafði Kaupþing, í opinberum gögnum, gert grein fyrir því að ágreiningsmál við Deutsche Bank, er varðaði mikilsverða fjárhagslega hagsmuni, biði úrlausnar.

Bréf Seðlabankans voru seld í opnu söluferli fyrir milligöngu fjármálafyrirtækisins Morgan Stanley og allir sem uppfylltu almenn skilyrði gátu gert kauptilboð, að sögn Más.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK