Auðveldar fólki að bera saman íbúðalán

Björn Brynjúlfur Björnsson stendur á bak við síðuna.
Björn Brynjúlfur Björnsson stendur á bak við síðuna. mbl.is/Eva Björk

Ný vefsíða gerir fólki kleift að bera saman vaxtakjör og aðrar upplýsingar um íbúðalán hjá 13 fjármálafyrirtækjum. Er henni ætlað að auðvelda fólki að skilja húsnæðislánamarkaðinn og að finna hagkvæmari lán.

Á herborg.is hefur Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur tekið saman vaxtakjör, veðsetningarhlutföll og lántökugjöld hjá hverju og einu fyrirtæki. Einnig er mælikvarði á hversu ströng lántökuskilyrðin eru. 

Björn segir á vefsíðunni að hugmyndin hafi kviknað þegar hann hafi verið að leita að láni til að kaupa sína fyrstu íbúð. 

Þegar ég ræddi þetta ferli við aðra kom það sama í ljós. Fæstir vissu af öllum sem bjóða upp á húsnæðislán á Íslandi og höfðu bara tekið lán hjá einhverjum sem var áberandi á þeim tíma. En oft voru það ekki hagkvæmustu lánin sem voru í boði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK