Landsbyggðin fái bætur fyrir flugvöllinn

Byggð í Vatnsmýrinni yrði um 143 milljörðum verðmætari en sambærileg byggð á jaðri höfuðborgarsvæðisins, t.d. í Úlfarsárdal. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka en í henni eru sögð sterk rök fyrir því að að þeir sem beri skertan hlut njóti góðs af því að söluverð íbúða á svæðinu væri hærra en á jaðrinum. 

Greiningardeildin metur að fasteignaverð sé almennt um og yfir 30% hærra í Vatnsmýrinni en á jaðri höfuðborgarinnar. Það þýði að virði íbúða í Vatnsmýri miðað við fasteignamat sé meira en 30% hærra en á jaðri höfuðborgarsvæðisins sem að öðru óbreyttu skýrist af mismunandi lóðaverði. Þessi munur þýði að heildarfasteignamat í Vatnsmýri verði um 143 milljörðum króna hærra í Vatnsmýrinni. 

Jafnframt skili byggð í Vatnsmýrinni einum milljarði króna meira í fasteignagjöld á ári til Reykjavíkurborgar en byggð á jaðrinum. 

Í greiningunni segir að vísbendingar séu um að þjóðhagslega hagkvæmt sé fyrir heildina að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki. Þá séu sterk rök fyrir því að þeir sem tapi á einhvern hátt á því að Reykjavíkurflugvelli verði lokaði fái einhvers konar bætur fyrir. 

„Ef söluhagnaður íbúða á þessu svæði verður 143 milljörðum króna hærri heldur en hann annars væri er erfitt að sjá annað en að það sé sanngjarnt að íbúar á landsbyggðinni og aðrir sem treysta almennt meira á Reykjavíkurflugvöll heldur en meðal Reykvíkingurinn fái stóra sneið af þeirri köku. Þá má einnig færa rök fyrir því að þeir sem verða verr settir á einn eða annan hátt eigi heimtingu á að njóta góðs af hærri fasteignagjöldum.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka