Lúxushótel og þúsund fermetra lón í bígerð

Ikonoform/Johannes Torpe Studios

Áformað er að reisa nýtt 150 herbergja lúxushótel og heilsulind á landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi. Við hótelið verður myndað 1000 fermetra jarðhitalón sem verður hannað eins og það sé frá náttúrunnar hendi. 

Verkefnið er nefnt Red Mountain Resort. Að baki því stendur félagið Festir ehf. en danska hönnunarstofan Johannes Torpe Studios var fengin til að hanna hótelið og lónið. Mun stofan hafa fengið innblástur frá Bárðar sögu Snæfellsáss samkvæmt tilkynningu um áformin. 

Ikonoform/Johannes Torpe Studios

Áformin eru stutt á veg komin og er ekki komið í ljós hvenær framkvæmdir geti hafist. Nú standa yfir rannsóknir á jarðgrunni sem tengjast meðal annars fyrirhugaðri myndun á lóninu. 

Í lóninu verða þröngir gangar, vægir straumar á sumum svæðum og lygnar laugar á öðrum. Auk þeirra þúsund fermetra sem lónið spannar er ráðgert að heilsulindin verði 800 fermetrar að stærð. Byggingarnar munu standa á landi Eiðhúsa sem er 3,5 ferkílómetra stór einkalóð. 

Uppfært: 

Eftirfarandi texti birtist á heimasíðu Festis í kjölfar fréttaflutnings af áformunum. 

„Jóhannes Torpe og Gláma Kím tóku þátt í hugmyndasamkeppni Festis ehf. vegna jarðbaða að Eiðhúsum á Snæfellsnesi síðastliðinn vetur. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til tillagnanna vegna áframhaldandi vinnu í verkefninu og því liggur vinningstillaga ekki enn fyrir.

Staða verkefnisins er sú að verið að athuga afkastagetu borholu á svæðinu sem er ein meginforsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefnið. Enn á eftir að rannsaka betur efnasamsetningu heita vatnsins á svæðinu og aðra jarðfræðilega þætti sem geta haft mikil áhrif á framvinduna.

Auk þess er ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp sem einnig er nauðsynlegur þáttur í framgangi verksins. Festir stefnir að því á næstunni að semja um framhald hönnunarvinnunar.

erkið er á frumstigi en vonir standa til að þetta metnaðarfullt verkefni komist á laggirnar með kærkomnum tækifærum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.

Ikonoform/Johannes Torpe Studios
Lónið séð frá hótelinu.
Lónið séð frá hótelinu. Ikonoform/Johannes Torpe Studios
Ikonoform/Johannes Torpe Studios
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK