Gert að greiða 31 milljarð í skatt

AFP

Yfirmaður samkeppnismála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Margrethe Vestager, segir að bandarísku vefversluninni verði gert að greiða 250 milljónir evra, sem svarar til rúmlega 31,2 milljarða króna, til baka vegna ólöglegra skattaívilnana  í Lúxemborg.

Um er að ræða skattaívilnanir sem stjórnvöld veittu Amazon en um ólöglega aðgerð var að ræða. Þetta þýddi að tæplega þrír fjórðu hluta hagnaðar Amazon var ekki skattlagður.

Amazon vísar þessu á bug í tilkynningu og að fyrirtækið hafi greitt skatta sína að fullu í ríkjum ESB.

„Við teljum að Amazon hafi ekki fengið neina sérmeðferð frá Lúxemborg og að við höfum greitt skatta í fullu samræmi við skattalög í Lúxemborg sem og alþjóðleg,“ segir í tilkynningu frá Amazon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK